Þvílík stórlaxavika í Víðidal!

Þorsteinn með hænginn úr Faxaholu, Snjólínan fyrir aftan hann segir …
Þorsteinn með hænginn úr Faxaholu, Snjólínan fyrir aftan hann segir hversu öflugt haustið er. Jafnvel stutt í vetur. Ljósmynd/JHR

Stórlaxaáin Víðidalsá hefur svo sannarlega staðið undir nafni síðustu daga. Þann 18. september veiddist 104 sentímetra hængur í Bakkafljóti. í fyrradag veiddi svo Kristján Jónsson 107 sentímetra hrygnu í Efri Kæli. Í dag setti svo Þorsteinn Sverrisson í risalax í Faxaholu.

Sá fiskur var hængur og var mældur 104 sentímetrar. Hann tók Svarta Pétur, sem er fluga sem farið hefur hljótt. Dæmigerð leiðsögumannafluga sem menn nota til að bjarga viðskiptavinum þegar illa gengur.

„Þessi fiskur er víst búinn að sjást oft í sumar og það var virkilega gaman að setja í hann og geta mælt hann,“ sagði glaður Þorsteinn Sverrisson í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að hafa landað risa hængnum.

Þorsteinn með 103 sentímetra hæng úr opnun í Víðidalsá árið …
Þorsteinn með 103 sentímetra hæng úr opnun í Víðidalsá árið 2015. Ljósmynd/Aðsend

Það vekur sérstaka athygli hvað litirnir eru magnaðir á þessum haust hæng. Hann var ekki settur í kistu enda er komið nóg af flottum fiskum í þær.

Þetta er ekki fyrsti hundraðkallinn sem Þorsteinn veiðir í Víðidalsá. Í opnun árið 2015 veiddi hann hæng sem grálúsugur og mældist 103 sentímetrar. 

Þetta er sjöundi hundraðkallinn sem veiðist í Víðidalsá í sumar og einungis stórlaxasvæðið í Nesi í Aðaldal getur státað af fleirum, en þar hafa veiðst níu slíkir.

Þetta er svakakegur kjaftur á þessum hausthæng.
Þetta er svakakegur kjaftur á þessum hausthæng. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er búin að vera mögnuð vika í Víðidal, sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur verið afleitt. Kalt og rok.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert