Á streymisfundi mbl.is og Sporðakasta, með þátttöku Veiðihornsins, sem haldinn var fyrr í kvöld kom fram krafa frá reynsluboltum í laxveiði til áratuga, um mikla verðlækkun á veiðileyfum. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimaður í ríflega hálfa öld, sagði þetta hreinlega verða að gerast.
Einar Páll Garðarsson tók í sama streng og býr hann yfir sambærilegri reynslu og Bjarni Júlíusson. Báðir töldu þeir verð á veiðileyfum komið út yfir allan þjófabálk. Þeir töldu eðlilegt að lækka verð um 30 til 50%.
Árni Baldursson, einn mesti veiðimaður Íslands og leigutaki á fjölmörgum vatnasvæðum viðurkenndi fúslega að þörf væri á umtalsverðri lækkun á verði veiðileyfa.
Bjarni Júlíusson nefndi máli sínu til stuðnings að á nokkrum áratugum hefði verð á veiðileyfum þrefaldast umfram vísitölu og á sama skapi hefðu sex af síðustu tíu laxveiðisumrum verið slök.
Þessir þrír reynsluboltar sem voru í umræðu panel í kvöld höfðu skiptar skoðanir varðandi fyrirkomulagið veiða/sleppa en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áhyggjur af stöðunni. Við fjöllum meira um ráðstefnuna og það sem þar kom fram á næstu dögum. Hægt er að sjá streymið í heild sinni inni á síðu Sporðakasta.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |