Lokatölur - aðeins örfáar ár eru opnar

Stærsti lax sumarsins. 108 sentímetrar í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð sleppir …
Stærsti lax sumarsins. 108 sentímetrar í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð sleppir laxinum. Sumarið var afar köflótt en í heild frekar slakt. Ljósmynd/Aðsend

Laxveiðitímabilinu er lokið í náttúrulegu laxveiðiánum. Þó er enn töluvert sem vantar upp á að lokatölur séu komnar í hús fyrir þær ár sem Landssamband veiðifélaga heldur tölur um. Skýringar hafa verið gefnar á því. Vefur Landssambandsins birti þessa frétt í dag.

"Samantektin er seinna á ferðinni en ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn þegar þær berast. Alls hafa borist lokstölur úr 30 vatnakerfum og von er á fleirum fljótlega.

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin í alls 8325 laxa, skilaði vikuveiðin samtals 198 löxum sem er aukning um 84 laxa miðað við vikuna á undan. Veiðin er sú mesta frá upphafi og 852 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og komin í alls 2519 laxa og skilaði vikuveiðin 88 löxum.

 Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Lokatalan er 1725 laxar.

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en samtals hefur veiðst 1617 og skilaði veiðivikan 20 löxum.

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar lauk veiði í samtals 1258 löxum."

Selá var nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá skilaði hún tæplega 1500 löxum.

Næstu ár er fróðlegt að skoða. Haffjarðará átti mjög sumar, sérstaklega þegar horft er til Vesturlands í heild sinni. Lokatalan þar var 1126 laxar á sex stangir. Í fyrra var heildarveiðin 651 lax. Það er nánast tvöföldun.

Langá er á svipuðu reki, en með tvöfalt fleiri stangir en Haffjarðará. Langá endaði í 1086 löxum á móti 759 í fyrra.

Þverá/Kjarrá veldur vonbrigðum og er undir heildarveiði þurrka og fiskleysis sumrinu 2019. Lokatölur eru 1060 en voru í fyrra 1133. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna lægri tölu fyrir þetta stolt Borgarfjarðar. En árinu 2020, 2019 og 2012 er verstu ár í sögu Þverá/Kjarrár, eins langt aftur og gögn sýna.

Í níunda sæti er Hofsá í Vopnafirði. Hún átti frábært sumar og í raun það besta frá 2013. Loksins brýtur hún aftur þúsund laxa múrinn.

Í tíunda sæti er svo Laxá í Kjós með 1015 laxa og er það mögnuð endurkoma frá hörmungasumrinu 2019. Þetta er nánast þreföldun í veiði en áin endaði í 372 löxum í fyrra. Lokatölur hafa ekki verið staðfestar í Kjósinni.

Lokatölur verða gerðar betur upp síðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert