Nýtt félag selur Eystri, Affall og Hólsá

Jóhann Davíð Snorrason, er framkvæmdastjóri Kolskeggs sem annast sölu á …
Jóhann Davíð Snorrason, er framkvæmdastjóri Kolskeggs sem annast sölu á veiðileyfum fyrir Eystri Rangá, Affallið og Austurbakka Hólsár. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt fyrirtæki á veiðileyfamarkaði hefur verið stofnað og ber það nafnið Kolskeggur. Félagið mun annast sölu og markaðssetningu á þremur veiðisvæðum, sem samtals bera 30 stangir. Um er að ræða Eystri Rangá, Affallið í Landeyjum og Austurbakka Hólsár. 

Sumarið 2020 tók nýtt félag, Aurora Sporting ehf. við rekstri og sölu veiðileyfa fyrir Eystri Rangá. Peter Rippin er framkvæmdastjóri félagsins. Hann hefur mikla reynslu á veiðileyfamarkaði og hefur verið viðriðinn veiðileyfasölu og rekstur á veiðisvæðum í meira en tvo áratugi. Kolskeggur er dótturfélag Aurora Sporting og er Jóhann Davíð Snorrason framkvæmdastjóri þess. Jóhann Davíð er reynslubolti í sölu veiðileyfa og markaðssetningu.

„Við sjáum að allt utanumhald verður þægilegra og hagkvæmara. Við munum setja sama kvóta á öll þessi veiðisvæði og okkur finnst hann ríflegur. Í Eystri Rangá settum við kvóta í sumar er fjórir laxar á vakt. Það eru átta laxar á dag og mun það taka gildi í Affallinu og á Austurbakka Hólsár næsta sumar. Þetta gerir það að verkum að í stærstu aflahrotunum þá eru menn ekki að drepa tugi laxa. Við fundum í Eystri Rangá í sumar að þetta skilaði enn betri veiði og við erum enn í ágætri veiði. Eru að koma upp í fimmtíu laxa dagar,“ sagði Jóhann Davíð í samtali við Sporðaköst. 

Í fréttatilkynningu sem Kolskeggur sendi frá sér í hádeginu er farið yfir þau svæði sem félagið annast sölu og markaðssetningu á.

„Veiðisvæði Kolskeggs eru eftirfarandi:

Eystri Rangá

Kolskeggur mun sjá um sölu veiðileyfa í Eystri Rangá á tímabilinu 01.07. – 20.10., allar stangir fram til ársins 2023 en þá mun félagið selja í ána frá opnun tímabils til enda. Gerður hefur verið nýr langtímasamningur um leigu veiðiréttar á ánni til ársins 2032. Við höfum átt frábært og gott samstarf við bændur fyrsta árið og hlökkum til áframhaldandi vinnu með þeim.

Við breyttum reglum í Eystri fyrir tímabilið í ár og ekki er hægt að segja annað en að það hafi gefið góða raun. Eingöngu var leyfð fluguveiði fram til 20.08. og hóflegur kvóti var settur á eða 4 laxar á stöng á dag. Þetta hafði þau áhrif að meira var af fiski til skiptanna og vel veiddist í ánni langt fram á haust. Áin er nú að skríða yfir 8600 laxa veiði sem er alger metveiði. Árið 2021 verða sömu reglur í gangi nema hvað maðkaopnun verður nú 1.09. eða aðeins seinna en í ár.

Hólsá Austurbakki

Við höfum nýlega skrifað undir samning til 10 ára um leigu á Austurbakka Hólsár. Við hlökkum mikið til að geta boðið upp á þetta skemmtilega veiðsvæði sem nálgast 900 laxa veiði í ár auk þess sem góð sjóbirtingsveiði er líka í kaupbæti. Hólsá er veidd með sex stöngum á svokölluðu aðalsvæði en tvær stangir eru að auki á ósasvæði sem er spennandi kostur sem hefur verið lítið stundaður. Frábært veiðihús fylgir með Hólsá þar sem eru sex tveggja manna herbergi, öll með sér baði, heitur pottur og allt til alls sem gerir Hólsá góðan kost fyrir stórfjölskylduna eða veiðihópinn.

Smávægilegar breytingar verða gerðar á veiðireglum í Hólsá fyrir næsta ár. Þannig verður settur á sami kvóti og í Eystri Rangá eða 4 smálaxar á vakt á stöng en öllum sjóbirtingi og stórlaxi ber að sleppa. Áfram verður leyft að veiða með flugu, spún og maðk á svæðinu.

Affall í Landeyjum

Kolskeggur mun hafa umsjón með og selja veiðileyfi í Affall í Landeyjum. Affallið er skemmtilegt veiðisvæði sem veitt er með fjórum stöngum og fylgir ágætt sjálfmennskuhús með ánni. Stórkostleg veiði var í Affallinu árið 2020 og er áin nú í fjórða sæti yfir bestu veiðina á landinu með um 1700 laxa veidda. Við erum mjög ánægð að geta boðið upp á þennan frábæra kost til viðskiptavina okkar.

Áfram verður leyft að veiða með flugu og maðk í Affallinu en kvóti verður 4 laxar undir 70 cm á stöng á vakt.

Fleiri spennandi veiðisvæði eru jafnvel í vinnslu en ekki föst í hendi þegar þetta er skrifað. Á næstu dögum mun vefsíðan kolskeggur.is opna þar sem hægt verður að skoða allt um þessi frábæru veiðisvæði og þar mun einnig verða öflug vefsala.

Nafnið er tilhlýðilegt þar sem það á sér ríka tengingu við Njáluslóðir þar sem veiðisvæði Kolskeggs er að finna.

Jóhann Davíð veitir allar upplýsingar um þessi veiðisvæði og bókar veiðileyfi. Best er að senda tölvupóst á johann@kolskeggur.is.“

Aðspurður um hverju hann þakkaði þetta frábæra sumar, sagði hann ljóst að seiðasleppingar hefðu skilað sér vel og það sem meira væri að hann væri mjög spenntur fyrir næsta sumri. „Við getum átt von á miklu magni af stórlaxi miðað við allt það magn sem við fengum af smálaxi,“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert