Það er að bresta á með jólum og árið senn liðið. Af þessu tilefni ákváðu Sporðaköst að setja saman veiðimyndband þar sem fjölmörg vatnasvæði koma við sögu. Lag Bjarna Hafþórs Helgasonar er kveikjan að þessu myndbandi. Lagið heitir Áin bláa og er hér sungið af Páli Rósinkranz.
Þetta er ekta veiðilag og nýtur sín vel með myndefni frá Steingrími Jóni Þórðarsyni, sem einnig annaðist klippingu á efninu.
Lagið er af diskasafninu Fuglar hugans eftir Bjarna Hafþór.
Með þessu myndbandi vilja Sporðaköst þakka samstarfið og samfylgdina á árinu og óska lesendum gleðilegra jóla og fengsæls árs.
Svo er bara að halla sér aftur og setja allt í botn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |