Lúxusveiðihús á hjólum

Annar MAN trukkurinn með tengivagn. Trukkarnir verða meðal annars notaðir …
Annar MAN trukkurinn með tengivagn. Trukkarnir verða meðal annars notaðir sem lúxus veiðihús á hálendinu. Ljósmynd/Aðsend

Veiðifélagið Fish Partner hefur fest kaup á tveimur átta hjóla trukkum ásamt tengivögnum. Þessir trukkar eru innréttaðir hvor með fjórum tveggja manna herbergjum og fullkomnu eldhúsi. Hvert herbergi hefur eigin sturtu og salerni.

Hugmynd Fish Partner með þessum kaupum er að bjóða veiðimönnum upp á veiðihúsaaðstöðu þar sem slíkt er ekki í boði. Félagið hefur einmitt gert mikið út á sölu veiðileyfa í silungi og er með á leigu mörg veiðisvæði á hálendinu.

Herbergin eru hugguleg og með sturtu og snyrtingu í hverju …
Herbergin eru hugguleg og með sturtu og snyrtingu í hverju og einu. Ljósmynd/Aðsend

Kristján Páll Rafnsson, einn eigenda Fish Partner sagði í samtali við Sporðaköst að hann reiknaði með að nota þessa bíla sem veiðihús í einn til tvo mánuði á ári. „Þarna erum við fyrst og fremst að horfa til viðskiptavina sem eru efnameiri og vilja ákveðinn lúxus.“

Hvað kostar nóttin í þessum trukkum?

„Við erum nýbúnir að kaupa þessa bíla og erum bara rétt að setja þetta niður fyrir okkur, en þetta opnar ýmsa möguleika og þýðir að við getum verið með veiðihús bara hvar sem er í raun og veru.“

Nú er hægt að setja upp veiðihús hvar sem er, …
Nú er hægt að setja upp veiðihús hvar sem er, ef leyfi fást og allt að fjórtán manns geta gist í þessari aðstöðu. Ljósmynd/Aðsend

Kristján er enn að fara í gegnum þau leyfi og annað það sem þarf að uppfylla á ólíkum stöðum. En bílarnir eru af gerðinni MAN CAT og eru átta hjóla með drifi á öllum. Tengivagnarnir eru búnir eins mann herbergjum og segir Kristján þá hugsaða sem gistiaðstöðu fyrir leiðsögumenn og annað starfsfólk.

Heildarfjöldi þeirra sem geta gist í bílunum tveimur og vögnunum er fjórtán manns. Kristján segir einnig ljóst að bílarnir verðir nýttir í aðra ferðaþjónustu en bara sem veiðihús. Það á allt eftir að koma í ljós síðar.

Tjaldað yfir pall við svefnklefana og þá er komin þægileg …
Tjaldað yfir pall við svefnklefana og þá er komin þægileg mataraðstaða. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert