Þetta skemmtilega myndbrot er úr lengri kvikmynd eftir Loft Guðmundsson sem er einn af okkar helstu frumkvöðlum á sviði kvikmyndagerðar. Hér má sjá veiðimenn mokveiða og aflinn er mikill.
Í lýsingu frá Kvikmyndasafni Íslands segir: Stangveiðimenn landa hverjum stórlaxinum á fætur öðrum við foss í Borgarfirði. Samkvæmt merkingu í myndinni er þetta fossinn Barnafoss í Hvítá en líklega er þetta þó Glanni í Norðurá.
Nú er spurt: Hvar heldur þú að þetta myndband hafi verið tekið upp? Dettur einhverjum í hug Laxfoss í Kjós? Eða?
Kvikmyndin er frá árinu 1934 og viti einhver deili á þessum veiðimönnum væri það áhugavert. Þetta er efni frá Ísland á filmu. Hægt er að nálgast mikið af gömlu myndefni inni á síðunni þeirra, en slóðin er www.islandafilmu.is
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |