Gróska í veiðiþáttagerð

Óvenju mikið er veiðimyndir þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender …
Óvenju mikið er veiðimyndir þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender á Hringbraut, Síðustu Sporðaköstin á Síminn bíó og Dagbók Urriða á Stöð 2. Ljósmynd/KUK

Það er í ýmis horn að líta fyrir veiðiáhugamenn í samkomutakmörkunum. Óvenju mikið framboð er af veiðiþáttum þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender er þriggja þátta sería á Hringbraut og er síðasti þátturinn í kvöld, þar sem meðal annars er farið í síðustu maðkaveiðina í Elliðaánum.

Sporðaköst voru að senda frá sér 70 mínútna heimildamynd, Síðustu sporðaköstin, þar sem veitt er með leikurunum úr kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Fóru þeir í Hofsá síðastliðið sumar og alltaf var stutt í sprellið. Þá verða áhorfendur vitni að kveðjustund í Vatnsdal og stórstjörnur úr The Vikings-seríunni á Netflix reyna við maríulax. Myndin er þegar aðgengileg á Síminn bíó.

Ólafur Tómas Guðbjartssonar er með spennandi veiðiseríu sem ber heitið Dagbók Urriða, þar sem hann fer vítt og breitt um þekkta og óþekkta veiðistaði í leit að silungi. Fjallað er um lífríkið og jarðfræði og ekkert skilið eftir. Dagbók Urriða verður sýnd á Stöð 2 og hefjast sýningar fljótlega eftir páska.

Þá hefjast tökur á Allra síðustu veiðiferðinni í júní og verður þessi framhaldsmynd tekin upp í Laxá í Aðaldal. Eftir því sem Sporðaköst komast næst verða allar sögupersónur úr fyrri myndinni með í för. Tveir nýir leikarar bætast við en það eru þeir Sigurður Sigurjónsson og Gunnar Helgason.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert