„Fiskurinn hefur verið að velta sér og sýna sig um alla á en tekur illa í þessari blíðu,“ sagði Jón Hrafn í samtali við Sporðaköst.
Litlaá í Kelduhverfi var að gefa í morgun og var búið að bóka níu urriða þar. Sá stærsti var 67 sentímetrar og veiddist hann í Veghyl.
Hörkuveiði var í Tungufljóti í morgun og sagði heimildamaður Sporðakasta að tólf birtingum hefði verið landað. Eins og oft er á þessum tíma var mest af fiski á veiðistaðnum Syðri-Hólmi og þar í kring. Alls lönduðu veiðimenn tólf fiskum þar í morgun og misstu fjóra. Stærsti birtingurinn var 75 sentímetrar. Sigurður Guðmundsson, einn þeirra sem eru að veiðum fyrir austan, sagði þá hafa farið yfir alla ána og eitthvað séð af fiski á efri hlutanum. „Við tökum þessa stærri seinnipartinn,“ sagði hann að lokum.
Bjarni Júlíusson var einn þeirra sem fóru til veiða í Hraunsfirði í morgun. Hann sendi okkur stutta skýrslu um stöðuna.
„Flott veður hér fyrir vestan. Sex gráðu hiti, suðvestan andvari og smá súld. Gott veiðiveður. Lónið jökulkalt og lítið að gerast. Hittum veiðimenn sem höfðu verið austur af Arnarsteini í hraunkantinum og þeir höfðu sett í þriggja punda bleikju. Dálítið af mannskap, taldi 10 bíla,“ skrifaði Bjarni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |