Stangveiðitímabilið hafið

Jóhannes Guðlaugsson með 99 sentímtra urriða sem hann veiddi í …
Jóhannes Guðlaugsson með 99 sentímtra urriða sem hann veiddi í Húsabakka í Ytri Rangá í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Langþráður fyrsti veiðidagur er runninn upp. Víða um land eru veiðimenn byrjaðir að kasta fyrir sjóbirting og silung. Fyrsti urriðinn sem veiddist í Ytri-Rangá í morgun var ekki af verri endanum; 99 sentímetra urriði sem tók Tinsel-flugu á veiðistaðnum Húsabakka. Það var Jóhannes Guðlaugsson sem setti í og landaði þessum stóra urriða.

Jóhannes Hinriksson staðarhaldari metur fiskinn sextán til tuttugu pund, en hann var ekki vigtaður áður en honum var sleppt.

Harpa Hlín með fyrsta birtinginn úr Leirá í morgun.
Harpa Hlín með fyrsta birtinginn úr Leirá í morgun. Ljósmynd/Stefán Sig.

Fjör var í sjóbirtingnum í Leirá, skammt frá Akranesi, en leigutakar voru þar að veiðum og segir Harpa Hlín Þórðardóttir á facebooksíðu sinni að fyrsti sjóbirtingurinn hafi tekið í öðru kasti. Fleiri fylgdu á eftir og var búið að setja í fimm fiska á fyrstu fjörutíu mínútunum.

Góðar aðstæður eru á sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu og verður spennandi að heyra frá mannskapnum þar þegar líður á daginn. Fjölmörg veiðisvæði voru opnuð í dag, þar á meðal nokkur svæði í Þingvallavatni, vorveiði er hafin í Eyjafjarðará og Litluá og Húseyjarkvísl svo einhverjir staðir séu nefndir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert