Urriðaveisla á ION-svæðinu

Nils Folmer með glæsilegt eintak af ísaldarurriða af ION-svæðinu. Opnunarhollið …
Nils Folmer með glæsilegt eintak af ísaldarurriða af ION-svæðinu. Opnunarhollið var með 75 urriða. Ljósmynd/Aðsend

Það hefur verið sannkölluð urriðaveisla á hinu rómaða ION-svæði í Þingvallavatni. Veiði hefur ekki hafist svona snemma áður. Nú var opnunardagurinn 1. apríl en áður var miðað við 15. apríl. Einn af þeim sem tók þátt í veisluhöldum í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárósi er Nils Folmer Jörgensen. Fyrstu tveir veiðidagarnir gáfu yfir 130 urriða.

Þeir urriðabræður, Nils og Jóhann Hafnfjörð Rafnsson. Menn höfðu ástæðu …
Þeir urriðabræður, Nils og Jóhann Hafnfjörð Rafnsson. Menn höfðu ástæðu til að brosa. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef ekki veitt svona snemma á svæðinu en þetta er búið að vera hreint alveg magnað. Það kom mér á óvart hversu aktívur fiskurinn er og að bæði svæðin séu inni. Ég handlék og sleppti sautján urriðum á fyrsta einum og hálfa klukkutímanum í gær. Svo hætti hann allt í einu að taka. En miðað við að við erum að tala um byrjun apríl, þá get ég ekki beðið eftir að sjá hvað verður hér í boði þegar kemur fram í maí sem er besti tíminn, oftast,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst.

Olive Ghost. Þessa þurfa allir að hafa meðferðis ef reynt …
Olive Ghost. Þessa þurfa allir að hafa meðferðis ef reynt er við urriða. Ljósmynd/NFJ

Sterkasta flugan í morgun var Olive Ghost og hefur þessi fluga verið að gera frábæra hluti í Þingvallavatni og víðar síðustu árin. Þessi verður að vera í boxinu þegar farið er í urriða. 

Opnunardagurinn á ION skilaði 60 urriðum og í gær var 75 landað, sem er hreint út sagt mögnuð veiði. En aðstæður á svæðinu eru frá náttúrunnar hendi frábærar. Volgar uppsprettur gera það að verkum að urriðinn leitar inn á svæðið til að hraða meltingu í hlýrra vatni og má því oft sjá hann í stærðarinnar torfum.

Árni Kristinn Skúlason fagnar urriða sem hann veiddi í landi …
Árni Kristinn Skúlason fagnar urriða sem hann veiddi í landi Kárastaða. Ljósmynd/Aðsend

Veiði á öðrum urriðasvæðum í Þingvallavatni hefur verið ágæt. Kárastaðir hafa verið að gefa flotta fiska. Næstu dagar líta ekki alveg jafn vel út, veðurspáin gerir ráð fyrir mikilli kólnun og víða mun frjósa í lykkjum hjá veiðimönnum næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert