„Bleikjan tók á mígandi strippi“

Kristinn Þeyr Halldórsson með fallega bleikju úr Ármótum Brunnár og …
Kristinn Þeyr Halldórsson með fallega bleikju úr Ármótum Brunnár og Sandár. Þessi mældist sextíu sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Opn­un­ar­hollið í Brunná í Öxarf­irði fékk nán­ast vor­blíðu og gerði góða veiði. Þetta voru fyrstu dag­arn­ir áður en gerði aft­ur vet­ur. Krist­inn Þeyr Hall­dórs­son og nokkr­ir fé­lag­ar opnuðu ána. „Við vor­um að gera veiði á morgn­ana og svo aft­ur und­ir kvöld, í ljósa­skipt­un­um. Yfir dag­inn var blíða. Stafa­logn og sól­skin,“ sagði Krist­inn í sam­tali við Sporðaköst.

Öll veiðin, bæði birt­ing­ar og hlussu­bleikj­ur, tóku neðst í Brunn­ánni, við ár­mót­in við Sandá, og einnig var fisk­ur neðan við ár­mót­in. „Við fór­um líka upp með Brunná og sáum fiska þar en þetta var svo bjart og glært að þeir tóku ekki.“

Krist­inn seg­ir að eft­ir­minni­leg­asti fisk­ur­inn hafi verið sex­tíu sentí­metra bleikja sem tók risa­stóra Tin­sel-flugu á míg­andi strippi. Hann var með hæg­sökkvandi línu og bleikj­an skellti sér á hana. „Við vor­um með fimm bleikj­ur í afl­an­um. Tvær voru slétt­ir sex­tíu og þrjár sentí­metr­ar. Mest var þetta birt­ing­ur en sam­tals var hollið með þrjá­tíu fiska,“ sagði Krist­inn.

Þessi flotti urriði veiddist í Geitafellsá sem rennur í Langavatn …
Þessi flotti urriði veidd­ist í Geita­fellsá sem renn­ur í Langa­vatn ofan við Mýr­arkvísl. Ljós­mynd/​MÞH

Úr bongóblíðu í hríðarbyl

Skjótt skip­ast veður í lofti á þess­um árs­tíma. Þeir fé­lag­ar voru ber­ir að ofan að „tana“ yfir miðjan dag­inn. Svo gerðist það hins veg­ar í gær að veiðimenn í Litluá í Keldu­hverfi hættu veiðum snemma dags vegna snjó­byls og sá ekki á milli húsa. Enda er svo komið að Skjálfta­vatnið er nú aft­ur ísilagt eft­ir að hafa verið farið að þiðna.

En víðar gerðu menn góða veiði fyr­ir norðan þessa fyrstu blíðudaga apr­íl­mánaðar. Matth­ías Þór Há­kon­ar­son, sem er með mörg svæði á leigu fyr­ir norðan, sagði í sam­tali við Sporðaköst að ágætisveiði hefði verið í Geita­fellsá sem renn­ur í Langa­vatn fyr­ir ofan Mýr­arkvísl. „Við feng­um líka ágæt­is skot í Reykja­dalsá, Mýr­arkvísl­ina og Laxá áður en fraus.“

Valgarður með fallegan Skagfirðing. 73 sentímetrar. Þeir gerast ekki flottari …
Val­g­arður með fal­leg­an Skag­f­irðing. 73 sentí­metr­ar. Þeir ger­ast ekki flott­ari á vor­in birt­ing­arn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Glæsi­leg­ur vor­fisk­ur

Hús­eyj­arkvísl er þekkt sjó­birt­ingsveiðiá í Skagaf­irði. Þar er búið að bóka 37 birt­inga eft­ir fyrstu veiðidaga tíma­bils­ins. Val­g­arður Ragn­ars­son leigutaki birti mynd af sér með 73 sentí­metra sjó­birt­ing sem hann veiddi í Immu­bakka. Birt­ing­ur­inn tók Black Ghost og vek­ur at­hygli hversu vel hald­inn fisk­ur­inn er.  „Þeir geta verið fal­leg­ir í Skagaf­irðinum,“ sagði Valli um fisk­inn.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert