Fengu stóra birtinga á öllum veiðistöðum

Sigþór með níutíu sentímetra birtinginn. Honum fannst hreinlega fáránlegt hvað …
Sigþór með níutíu sentímetra birtinginn. Honum fannst hreinlega fáránlegt hvað fiskurinn var í góðum holdum. Bara eins og nýgenginn. Veiðistaðurinn er Villi. ljósmynd/BMH

Þegar sólin sigrar frostið skapast oft kjör aðstæður í vorveiðinni. Þetta upplifðu þeir Sigþór Steinn Ólafsson og Birkir Mar Harðarson í Eldvatninu í dag. Þegar þeir félagar komu út í morgun var fjögurra gráðu frost, en nánast logn. Sólin náði að hita landið og ána aðeins og það var ekki að sökum að spyrja.

„Ég byrjaði á að setja í þennan svakalega birting upp á níutíu sentímetra,“ sagði Sigþór í samtali við Sporðaköst. 

Hann er bara í þokkalegum holdum.

„Þokkalegum? Hann er bara eins og nýgenginn. Þetta er bara fáránlegt. Við fengum einn í frostinu í morgun en svo fór sólin að skína og aðeins að mylja úr. Við erum bara búnir að vera í mokveiði.“

Birkir Mar Harðarson tók þennan 86 sentímetra birting í næsta …
Birkir Mar Harðarson tók þennan 86 sentímetra birting í næsta kasti eftir eftir að Sigþór hafði landað sínum í Villanum. Ljósmynd/SSÓ

Hvað kallar þú mokveiði?

„Við erum búnir að landa átta og missa fjóra. Við erum bara tveir að dóla okkur hér með eina stöng og allt tekið á litlar púpur. Mest hefur þetta verið á Blue Magic Pheasant Tail, eins og við köllum hana.“

Þeir félagar voru búnir að fá fiska á öllum stöðum sem þeir höfðu kastað á og allt voru þetta stórir fiskar. Hvaða staðir eru þetta?

„Villi, Símastrengur, Skarfatangi og Hundavað. Það er frost og við förum rólega yfir. Við erum í svona hægum takti, eins og Jón Baldvin myndi kalla það.“

Þetta er flugan sem var að gefa þeim félögum. Blue …
Þetta er flugan sem var að gefa þeim félögum. Blue Magic Pheasant Tail, eins og þeir kalla púpuna. Ljósmynd/BMH

Sigþór er með vinsælt hlaðvarp um veiði sem kallast Hylurinn. Hann þekkir Eldvatnið vel og þeir félagar hafa gert góða hluti í dag þrátt fyrir erfiðar aðstæður framan af degi. Þeir félagar áttu magnaða stund í Villa. Fyrst landaði Sigþór níutíu sentímetra fiski eins og fyrr segir og í næsta kasti setti Birkir í 86 sentímetra fisk og það á sömu flugu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert