Gaddfreðinn búnaður en áfram er veitt

Nuno með fallegan urriða sem tók í Þorsteinsvík í morgun. …
Nuno með fallegan urriða sem tók í Þorsteinsvík í morgun. Það var sjö gráðu frost þegar þessi fiskur tók. Ljósmynd/Aðsend

Þegar menn með mikla veiðidellu hafa ekki komist í veiði í bráðum sjö mánuði þarf mikið að ganga á til að þeir noti ekki tækifærið þegar það loksins kemur. Nuno Alexandre Bentim Servo, oft kenndur við veitingastaðinn Apótekið, er þessa stundina með glamrandi tennur að veiða á ION-svæðinu í Þingvallavatni.

„Aldrei á núlli,“ er vörumerki Nunos í veiðinni og hann náði í fisk í Þorsteinsvík í morgun. „Það er svakalega kalt,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst. 

„Ósinn er frosinn, þannig að við skiptumst á að veiða Þorsteinsvíkina. Það eru mínus sjö gráður núna og fiskurinn er ekki mikið að hreyfa sig. Við fengum fjóra í morgun en annars hefur þetta verið rólegt. Það frýs í lykkjum, hjólin frjósa og línurnar verða stífar,“ hló Nuno í spjallinu. Hann heyrðist sötra heitt kaffi og dæsið á eftir var langt.

Frosnar lykkjur og lína. En hann var samt að gefa …
Frosnar lykkjur og lína. En hann var samt að gefa sig birtingurinn eftir að brotinn hafði verið ís af veiðistöðum og þeir hvíldir. Ljósmynd/HHÞ

„Þetta leit svo vel út í gær, þá rann ósinn og þetta lofaði góðu. Svo bara frysti og frysti. Við erum núna að hlýja okkur fyrir síðustu törnina, koma líkamanum í hreyfanlegt ástand og svo ráðumst við á þetta á eftir.“

Þrátt fyrir kulda og frosinn búnað var langt í frá að Nuno væri að gefa eftir. „Erfitt en gaman og aldrei á núlli!“ Þannig kvaddi Nuno.

Brutu ís af ánni 

Svipuð staða er uppi í Leirá. Leigutakar fóru þar til veiða og byrjuðu á að brjóta is af nokkrum stöðum. Eftir að hafa hvílt staðina fóru þeir að gefa. Mynd sem fylgir með sýnir vel hvernig lykkjur og lína frusu í hverju kasti. Það verður að bera virðingu fyrir þessari elju og hún er ekki á allra færi. Það er Harpa Hlín Þórðardóttir sem heldur á stönginni.

Brotið ofan af birtingnum í Leirá og eftir það fór …
Brotið ofan af birtingnum í Leirá og eftir það fór hann að taka. Ljósmynd/HHÞ
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert