Bleikja og brauðterta í Þorsteinsvík

Stefán með bleikjuna góðu sem tók Duracell í Þorsteinsvík. Óvenjulegt …
Stefán með bleikjuna góðu sem tók Duracell í Þorsteinsvík. Óvenjulegt er að fá svo stóra bleikju svo snemma veiðitímabils í Þingvallavatni. Ljósmynd/IO

Það þykir varla fréttnæmt að veiða marga og stóra urriða á ION-svæðinu í Þingvallavatni. En þegar sextíu sentímetra bleikja veiðist á litla púpu fyrri hluta aprílmánaðar er það áhugavert.

Stefán Sigurðsson var ásamt veiðifélögum við veiðar í vetrarríkinu á ION í gær. „Já, ég fékk þarna þessa líka hlussubleikju. Það kemur svo sem alveg fyrir að maður setur í eina og eina bleikju snemma veiðitímans, en þær eru þá litlar. Ég man ekki eftir svona gamalli bleikju á þessum tíma,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst.

Bleikjan tók litla púpu sem heitir Duracell. „Hrafn Hauksson sendi mér uppskriftina í vetur. Ég hef ekki prófað hana áður. Þetta gerðist þannig að ég sá fisk á hreyfingu nokkuð frá mér. Ég kastaði nálægt staðnum og beið góða stund áður en ég dró inn með snöggum en afar stuttum hreyfingum. Hún negldi þetta. Ég varð hissa að sjá þessa stóru bleikju sem var sextíu sentímetrar.“

Hér gæða Ævar Sveinsson og Gunnar Egill Sigurðsson sér á …
Hér gæða Ævar Sveinsson og Gunnar Egill Sigurðsson sér á brauðtertunni góðu. Það er ekki laust við að sé kuldahrollur í þessari mynd. Ljósmynd/IO

En það var fleira sem gladdi ískalda veiðimenn. Einn veiðifélaginn, Ævar Sveinsson, mætti með brauðtertu. „Hann fékk bara hundrað rokk stig fyrir þetta. Hún stóð svo sannarlega með manni og ég gæti alveg hugsað mér að taka svona tertu með mér í hverjum túr,“ hló Stefán.

Það var brugðið á ýmsa leiki í gær. Hér eru …
Það var brugðið á ýmsa leiki í gær. Hér eru mættir tveir jólasveinar að veiða og búningarnir fara vel við litinn á varalitnum. Ljósmynd/IO

En þetta er búið að taka á í þessu veðri, ekki satt?

„Heldur betur. Ég er búinn að taka þrjá svona duglega daga í þessum aðstæðum og maður er bara eins og eftir maraþonhlaup. Maður er þurr í munni og bara hugsar varla heila hugsun. Já, þetta er búið að vera mjög erfitt síðustu dagana,“ sagði Stefán. Hann viðurkenndi að svona væri þetta í byrjun tímans - þú getur verið í draumaaðstæðum eða bara hreinlega orðið úti sökum veðurs. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert