Veiðifélag Grímsár og Tunguár hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðiréttinn frá og með veiðitímabilinu 2022 og út sumarið 2026, eða til fimm ára. Samningur við núverandi leigutaka, sem er Hreggnasi ehf., var runninn út en Jón Gíslason formaður veiðifélagsins sagði að hann hefði verið framlengdur um eitt ár. „Okkur leist ekkert á að fara með hana í útboð í því árferði sem var í fyrra þannig að við frestuðum þessu þar til núna,“ sagði formaðurinn í samtali við Sporðaköst.
Formleg auglýsing um útboðið mun birtast eftir helgi og kemur fram í henni að frestur er til föstudagsins 14. maí að skila inn tilboðum. Tilboðin verða opnuð klukkan 15 þann dag og ætlar stjórn Veiðifélags Grímsár og Tunguár að reyna að halda aðalfund um mánaðamótin maí/júní og ganga frá málinu.
Mikill áhugi var fyrir útboði sem fór fram í febrúar þar sem boðinn var út veiðiréttur í Ytri-Rangá. Ekki hefur enn tekist að halda aðalfund í félaginu til að klára að taka endanlega afstöðu til málsins. Samkomutakmarkanir hafa þar vegið þyngst.
Hreggnasi ehf. hefur haft Grímsá á leigu frá árinu 2004 og er það eitt af lengstu viðskiptasamböndum á þessu sviði.
LEX lögmannsstofa annast framkvæmdina á útboðinu fyrir veiðifélagið.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |