Bleikjuveislan í Soginu loks byrjuð

Reynir Sigmundsson landar fallegum silungi á Ásgarðsbreiðu. Bleikjan er mætt …
Reynir Sigmundsson landar fallegum silungi á Ásgarðsbreiðu. Bleikjan er mætt og það var veisla í dag. Ljósmynd/Aðsend

Stóra bleikjan í Soginu hefur ekki fundist fyrr en hlýnaði. Í gær voru veiðimenn á ferð sem loksins fundu þennan skemmtilega fisk og tóku einar 25 bleikjur á púpur á breiðunni undir háa bakkanum.

„Um leið og gerði hlýindi þá kom þetta. Byrjaði að taka í gær eftir hádegi og Þetta kom bara um leið og sólin kom upp. Í morgun mættu svo fluggáfaðir menn og vissu að ætti ekki að byrja fyrr en um klukkan ellefu. Fengu fjórtán fyrri partinn og enduðu með 25 bleikjur. Þetta var Sturla Örlygsson og félagar hans. Þeir vissu alveg að sólin þarf að vinna sitt verk áður en menn byrja að kasta. Ég ætla sjálfur á morgun með félögum mínum. Spáin er reyndar ekki eins góð og veðrið var í dag og í gær, en bleikjan er komin úr felum og farin að éta,“ sagði Árni Baldursson eigandi Ásgarðslands í samtali við Sporðaköst.

Klassísk Sogs-bleikja úr Ásgarði. Flestar eru fjögur til fimm pund …
Klassísk Sogs-bleikja úr Ásgarði. Flestar eru fjögur til fimm pund á þessum árstíma. Ljósmynd/ÁB

Öll bleikjan var að taka púpur og þar voru fremstar í flokki Krókur, Mobuto og Pheasant Tail.

„Ef þú ert að kasta straumflugu þá veiðir þú ekkert þarna, kannski urriða eða sjóbirting en bleikjan vill bara púpur. Uppistaðan í þessu var fjögurra og fimm punda bleikja. Ekkert af smælki eða risastórum. Það er mín reynsla að þessar stóru, allt að tíu pund, fara ekki á stjá fyrr en nokkuð er liðið er á maí,“ sagði Árni. 

Kuldakastið síðustu daga gerði það að verkum að ekkert sást til bleikjunnar en eins og Árni sagði þá mætti hún um leið og sólin hitaði vatnsyfirborð. „Hún virðist eiga heima á Ásgarðsbreiðunni og þá þurfa menn að leita og finna og ef klókir veiðimenn eru á ferð þá finna þeir hana fyrir rest. Þegar líður á vorið fer hún að dreifa sér og fæst þá á fleiri stöðum.“

En það er ekki bara bleikja sem veiðist í Ásgarði á þessum tíma. Stórir urriðar og sjóbirtingar upp í sex átta pund hafa komið á land í kuldakastinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert