Síðustu dagar hafa verið býsna vorlegir og töluvert hefur hlýnað eftir hörkufrostkafla. Vorveiðin fraus að sama skapi og það var erfitt að fá birtinginn til að taka. En nú er þetta allt að komast í eðlilegt horf.
Holl sem var að ljúka veiðum á Austurbakka Hólsár fékk þannig hlýnun yfir nótt að síðasta vaktin gaf sex fiska, en fram að því var hópurinn fisklaus. Í gær var kropp á Austurbakkanum og tökur frekar grannar. Nokkrum fiskum var þó landað.
Austurbakki Hólsár er mjög víðfeðmt svæði og nær frá Ármótum Þverár og alveg niður í sjó. Kolskeggur ehf. sem annast sölu veiðileyfa í Eystri-Rangá, Þverá og Affallið tók svæðið á leigu í fyrra og hefur endurnýjað innbú í veiðihúsi. Að sögn Jóhanns Davíðs Snorrasonar framkvæmdastjóra Kolskeggs eru bara seldar sex stangir í vorveiðinni þó að heimillt sé að selja tíu. „Það vantar ekki að það er rúmt um menn á þessu mikla vatnasvæði,“ sagði Jóhann Davíð í samtali við Sporðaköst.
Þá var ágæt veiði í Ytri-Rangá í gær og var sex birtingum landað á fjórar stangir.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |