Einn af þeim sem hafa verið grimmir að sækja Kárastaði í Þingvallavatni það sem af er veiðitímabilinu er Björn Hlynur Pétursson. Hann gerði þar góða veiði í upphafi áður en allt fraus. Nú er aftur komið vor og fjör að færast í leikinn.
„Urriðadansinn á Kárastöðum byrjaði 1. apríl og heldur betur með stæl,“ sagði Björn, sem lagði leið sína með góðum félaga til veiða á Kárastöðum í gær. „Klakinn var nýfarinn eftir þetta svakalega kuldakast og aðstæður litu heldur betur út þennan dag. Rigningarúði í lofti og eftirvæntingin mikil. Það leið ekki á löngu þar til sett var í flotta ísaldarurriða,“ upplýsti Björn Hlynur. Hann segir gleðina hafa byrjað á fyrsta veiðistaðnum með rauðagullið og svo tók við grænagullið hjá þeim félögum. Gullflugurnar eru flugur sem Björn Hlynur hefur hannað og hnýtt sjálfur og að hans sögn hafa þær gefið vel.
Þetta er Grænagullið sem Björn Hlynur hannaði og hnýtti.
Ljósmynd/BHP
„Við enduðum með þrjá höfðingja þennan dag með nokkrum misstum. Við notuðum flugur frá 8-12 Black Ghost, Dentist og gullin.
Fiskarnir fjórir sem við Magnús félagi minn lönduðum voru 64, 65, 75 og 80 sentímetrar. Aðrar tvær stangir sem voru að veiða með okkur voru líka í góðu lífi. Fiskurinn er grimmur þarna núna,“ sagði Björn Hlynur ákafur.
Björn Hlynur með sannkallaðan boldangs urriða.
Ljósmynd/Aðsend
Seinustu hundraðkallar sumarsins
Lengd á laxi |
Veiðisvæði |
Veiðimaður |
Dagsetning
Dags.
|
102 cm |
Hvítá við Iðu |
Ársæll Þór Bjarnason |
19. september
19.9.
|
101 cm |
Víðidalsá |
Stefán Elí Stefánsson |
4. september
4.9.
|
101 cm |
Laxá í Dölum |
Hafþór Jónsson |
27. ágúst
27.8.
|
102 cm |
Haukadalsá |
Ármann Andri Einarsson |
23. ágúst
23.8.
|
103 cm |
Laxá í Aðaldal |
Birgir Ellert Birgisson |
12. ágúst
12.8.
|
103 cm |
Miðsvæði Laxá í Aðaldal |
Máni Freyr Helgason |
11. ágúst
11.8.
|
101 cm |
Laxá í Aðaldal |
Agnar Jón Ágústsson |
10. ágúst
10.8.
|
Skoða meira