Opnum veiðisvæðum fjölgar ört

Falleg bleikja hefur tekið Peacock með bleikum kraga í Þingvallavatni. …
Falleg bleikja hefur tekið Peacock með bleikum kraga í Þingvallavatni. Veiði í landi þjóðgarðsins hefst eftir fimm daga. Ljósmynd/Ríkarður Hjálmarsson

Þeim er að fjölga hratt opnum veiðisvæðum fyrir langsoltna veiðimenn. Í dag var fyrsti veiðidagur í Kleifarvatni, í nágrenni eldgossins. Veiðimenn þar ættu sérstaklega að taka tillit til veðurs vegna gasmengunar.

Fróðlegt er að skoða heimasíðu Veiðikortsins sem býður upp á 36 veiðisvæði um allt land. Þar má sjá að hinn 19. apríl eða á þriðjudaginn í næstu viku verður Meðalfellsvatn opnað. Daginn eftir, eða hinn 20., má byrja að veiða í landi þjóðgarðsins í Þingvallavatni. Sumardaginn fyrsta, 22. apríl, opnast Elliðavatn, eða háskóli fluguveiðimanna eins sumir kalla vatnið.

Veitt í Elliðavatni. Vatnið opnar fyrir veiðimenn þann 22. apríl. …
Veitt í Elliðavatni. Vatnið opnar fyrir veiðimenn þann 22. apríl. Sumardagurinn fyrsti er þá. Morgunblaðið/Einar Falur

Fyrr í mánuðinum komu inn Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Syðridalsvatn, Þveit og Vífilsstaðavatn.

Þá verður fjöldinn allur af vötnum opnaður 1. maí. og flest eru þau komin á kortið þegar nokkuð er liðið á maímánuð.

Nokkur vötn eru opin allt árið og má þar á meðal nefna Gíslholtsvatn, Hlíðarvatn í Hnappadal og Urriðavatn við Egilsstaði.

Öll vötn sem nefnd eru hér eru hluti af þeim veiðistöðum sem Veiðikortið 2021 veitir aðgang að.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert