Gjöfulir dagar á sjóbirtingsslóðum

Robert Nowak með magnaðan fisk úr Eldvatni.
Robert Nowak með magnaðan fisk úr Eldvatni. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu dagar hafa verið afar gjöfulir á mörgum sjóbirtingssvæðum. Má þar nefna Tungulæk, Eldvatn, Tungufljót og Vatnamót en öll þessi svæði eru í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá hafa einnig borist góðar fréttir af öðrum þekktum sjóbirtingssvæðum.

Laxá í Kjós hefur að geyma vaxandi sjóbirtingsstofn og þar hefur verið hörkuveiði síðustu daga. Á þeim tíu dögum sem leyft hefur verið að veiða í Kjósinni er búið að landa 133 birtingum. Stórveiðihjónin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í gær. Sterkustu staðirnir eru eins og svo oft í Kjósinni þegar kemur að sjóbirtingi, Álabakkar og Káranesfljót.

Þá hefur Húseyjarkvísl verið að gefa fantaveiði þegar veður er með betra móti. Sterkasta flugan í kvíslinni hefur verið Iða Fishskull. Stærsti birtingur til þessa í vor mældist 79 sentimetrar og veiddist í veiðistað númer 21.

Harpa Hlín og Stefán lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í …
Harpa Hlín og Stefán lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í gær. Ljósmynd/SS

Ef við kíkjum í fleiri veiðibækur þá má sjá að Eldvatn er búið að gefa 130 birtinga og er sá stærsti 92 sentimetrar og veiddist hann í Villa, sem er veiðistaður sem hefur gefið ótrúlega marga stórfiska í vor. Þrír birtingar hafa mælst 90 sentimetrar og yfir. Fjölmargir fiskar eru á bilinu áttatíu til níutíu. Sterkustu flugurnar í Eldvatni í vor eru púpurnar Copper John og svo „Hyls“-útgáfan af þeirri púpu eða Blue Magic Copper John, eins og þeir félagar Sigþór og Birkir Mar kalla hana. 

Í Tungulæk er búið að færa til bókar um 200 birtinga. Sá stærsti stóð þriggja stafa tölu og greindum við frá honum á sínum tíma. Hundrað sentimetra birtingur er afar sjaldséður. En hann tók Green Dumm og það var Theodór K. Erlingsson sem landaði þeim mikla fiski. Tröllið tók í veiðistaðnum Súdda en annars er það Holan sem hefur gefið langflesta fiska, eða 94.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert