Fyrstu urriðarnir úr þjóðgarðinum

Urriðinn sem Cezary veiddi í gær. Það er enginn smá …
Urriðinn sem Cezary veiddi í gær. Það er enginn smá kjaftur á þessum ránfiskum. Ljósmynd/CF

Veiði er hafin í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum og hafa margir beðið þess spenntir að geta farið að kasta á stóru urriðana. Einn er sá sem sækir þessar veiðar meira en flestir og það er Cezary Fijalkowski.

Hann var að sjálfsögðu mættur manna fyrstur á fyrsta degi og hann var svo sannarlega verðlaunaður. „Við fengum svakalegan fisk. Hann var 95 sentimetrar og ég giska á að hann hafi verið 21 pund. Það er alveg dásamlegt að vera aftur kominn út að veiða,“ sagði Cezary í samtali við Sporðaköst.

Þetta er alvörusporður. Cezary segir fiskinn hafa verið 95 sentimetra …
Þetta er alvörusporður. Cezary segir fiskinn hafa verið 95 sentimetra og 21 pund. Ljósmynd/CF

Þetta er einn af stærstu urriðum vorsins sem við höfum heyrt af, en nokkrir fiskar af svipaðri stærð hafa veiðst í landi Kárastaða í vor.

Ótrúleg tilviljun réð því að félagarnir Árni Kristinn Skúlason, Jón Stefán Hannesson og Auke van der Ploeg lentu í hörkuveiði rétt áðan. „Við ætluðum inn á hálendið, en hættum við og ætluðum að kíkja í Skaftá en hættum við það líka. Við vissum að væru lausar stangir í Ytri-Rangá og skelltum okkur þangað. Við sjáum sko ekki eftir því,“ sagði Árni Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Fyrir nokkrum mínútum í Djúpósi í Ytri-Rangá. Árni Kristinn með …
Fyrir nokkrum mínútum í Djúpósi í Ytri-Rangá. Árni Kristinn með flottan sjóbirting. Ljósmynd/JSH


Eftir einn og hálfan klukkutíma voru þeir félagar búnir að landa fjórum stórum fiskum, þar sem tólf punda staðbundinn urriði bar af. Þeir voru búnir að missa nokkra og auk þess fá fullt af tökum. Allt var þetta á Squirmy og það í Djúpósi. 

Menn voru víða að veiða í dag og Sporðaköst vilja nota tækifærið og óska öllu veiðifólki gleðilegs veiðisumars.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert