Veiði í Vatnamótunum hefur verið virkilega góð í apríl, þegar aðstæður hafa verið í lagi. Sporðaköst hafa heyrt frá nokkrum veiðimönnum sem hafa lent í moki. Þeir félagar og laxveiðileiðsögumenn Jóhann Birgisson og Helgi Guðbrandsson voru við veiðar um páskana og eins og flestir veiðimenn muna var ríkjandi kuldakast þá daga.
„Þann tíma sem við náðum að veiða var bara fín veiði, bæði uppi við efra bílastæði og niðri við bakkann,“ sagði Helgi Guðbrandsson í samtali við Sporðaköst. Hann upplýsti að Blue Ghost, Black Ghost og Rektor hefðu gefið best. Hann þurfti að hugsa sig um þegar hann var spurður um fjölda fiska sem hann hefði fengið. „Sennilega voru þeir 23.“
Jóhann Birgisson landaði 22 sjóbirtingum. „Þetta voru ýmist geldfiskur og stærri birtingar í bland. Veðrið var samt þannig að á endanum gáfumst við upp. Ég var mest hræddur um að brjóta veiðijakkann þegar ég var að fara úr honum. Hann var beinfrosinn.“ Jóhann sagði svipaða sögu um flugur sem virkuðu. Black Ghost og Rektor gáfu honum flesta fiska.
Eftir kuldakaflann tóku við leysingar og Vatnamótin urðu kakólituð. Veiðimenn sem mættu til leiks þegar vatn var sjatnandi gerðu mikla veiði og hafa Sporðaköst staðfest dæmi um 26 á eina stöng á tveimur dögum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |