Þeir sem hafa verið að stunda Elliðavatn og Helluvatn í borgarlandinu hafa sumir hverjir lent í ágætri veiði. Einn þeirra er Marteinn Már Jakobsson. Hann hefur verið að setja í urriða í Helluvatni og í dag landaði hann tveimur flottum urriðum og annar tók þurrflugu númer 16.
„Ég er búinn að fara síðustu þrjá daga. Veðrið er búið að vera svo frábært. Ég hef verið að koma um hádegi, þegar heitasti tíminn er að renna upp. Í dag fékk ég þessa tvo milli tólf og tvö. Annar tók þurrflugu, Black Gnat númer sextán. Frá því á mánudag hef ég landað fimm flottum urriðum og misst nokkra,“ sagði Marteinn í samtali við Sporðaköst.
Smáar púpur hafa líka verið að gefa honum veiði. Pheasant Tail, og Peacock. Svo notar hann gjarnan Burton-púpu í dropper.
„Það er að kvikna líf í vatninu. Ég var að sjá uppítökur rétt við land. Ég fékk líka einn flottan á Gray Wulf-þurrflugu. Það er svo sturlað að nota þurrfluguna í Helluvatni og vá hvað er gaman að þetta sé aftur byrjað,“ sagði afar ánægður veiðimaður.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |