Gylfi Þór: Heimþrá vegna veiði

Gunnar Bender glaðbeittur með nýtt og spikfeitt Sportveiðiblað.
Gunnar Bender glaðbeittur með nýtt og spikfeitt Sportveiðiblað. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Nýtt Sportveiðiblað er komið út. Forsíðuna prýðir Gylfi Þór Sigurðsson atvinnumaður í knattspyrnu sem er illa haldinn af veiðibakteríunni. Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta er einnig í stóru viðtali.

Báðir þessir miklu íþróttamenn eru afar áhugasamir um veiði og reyna eins mikið og tíminn leyfir að komast heim yfir sumarið og veiða í íslenskri náttúru. Þórir reyndar nýtur þess að geta veitt víða í Noregi og hann er duglegur við það þegar tími gefst. 

Sporðaköst bera ábyrgð á báðum þessum viðtölum og það er óhætt að segja að bæði þessi stóru nöfn voru reiðubúin að gefa af sér og voru persónulegir í lýsingum á aðstæðum sínum og áhuga á veiði. Athyglisvert var að heyra hvað Gylfi Þór Sigurðsson saknar þess að geta veitt meira í íslenskri náttúru.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni prýðir forsíðuna. …
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni prýðir forsíðuna. Hann var við veiðar í Grímsá í fyrra og saknar Íslands, sérstaklega þegar veiðitíminn rennur upp. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Fróðleg frásögn Óla og Maríu í Veiðihorninu er í blaðinu, þar sem þau fóru að eltast við Tigerfish í Afríku. Veiðisvæðið er Zambesiáin í Zambesi. Ótrúlegt ævintýri innan um fíla, vatnabuffla og flóðhesta.

Helga Kristín Tryggvadóttir, sem situr í stjórn FUSS eða Félags ungra í skot- og stangveiði, ræðir um framtíðina og möguleika ungra veiðimanna.

Um er að ræða 1. tölublað 39. árgangs og er blaðið eins og alltaf á vorin langþráð afþreyingarefni fyrir útivistarþyrsta stangveiðimenn. Gunnar Bender ritstjóri hefur verið önnum kafinn við dreifingu síðustu daga og er blaðið að hans sögn nú komið á helstu sölustaði. „Já. Ég held að þetta sé eitt af bestu blöðunum sem við höfum gefið út lengi,“ sagði ritstjórinn í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert