Gamalt hlaðvarp gaf glæsilegan urriða

Árni Kristinn með urriðann sem þeir félagar lönduðu í kuldanum …
Árni Kristinn með urriðann sem þeir félagar lönduðu í kuldanum í dag. Þetta eru tjarnir við bæinn Fagradal rétt austan við Vík í Mýrdal. Ljósmynd/Auke

Ef þú heyrir af spennandi veiðiperlum getur verið gott að leggja þær á minnið. Árni Kristinn Skúlason og félagar hans upplifðu það í gær. Þeir voru í hálfgerðu reiðileysi að veiða við Klaustur og enduðu í Hæðagarðsvatni.

Þeir voru að setja í fisk en hann var smár. Þá félaga langaði í ævintýri. Hringt var í undirritaðan, ritstjóra Sporðakasta. 

„Hæ, ég man eftir tjörnum sem þú talaðir um í podcastinu Flugucastið.“

Undirritaður kannaðist við það. „Já alveg rétt. Eru þið fyrir austan?“

Það var raunin og á endanum var þeim gefinn upp síminn hjá Jónasi bónda Erlendssyni í Fagradal við Kerlingadalsá.

„Þið bara heyrið í honum og kaupið leyfi. Ég hef fengið þarna upp í átta punda urriða. Hann er mjög sanngjarn á verðinu. Það eru þrjár tjarnir ofan við þjóðveg eitt og svo er ein stór neðan við veg. Um að gera að prófa þetta allt. Ég hef oftast veitt þarna á straumflugur, en þið púpusnillingarnir reynið kannski eitthvað annað. Hringið þegar þið eruð komnir á staðinn og ég lóðsa ykkur.“

Nokkru síðar hringir síminn og það er Árni. „Þær eru svo litlar þessar tjarnir. Hvernig eigum við að gera þetta?“

Eftir ráðleggingar og bollaleggingar fara þeir félagar, þrír á stöng, eins og hlaðvarpið þeirra heitir í dag að kasta með Auke vini sínum. Skilyrði var að gefa skýrslu eftir veiði.

Fljótlega barst myndskeið og þar var Árni með allt í keng. Hann landaði 5,5 punda urriða og var alsæll. Afar kalt var á Suðurlandi í dag og þeir félagar entust ekki lengi.

„Ætlið þið aftur?“

Árni var fljótur til svars. „Ekki spurning. Þetta er alger perla og leyfið kostar bara tvö þúsund krónur. Vorum að gúffa í okkur borgara í Smiðjunni í Vík og erum lagðir af stað í bærinn,“ sagði kátur veiðimaður í samtali við Sporðaköst í í kvöld.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert