Simmshátíð í Síðumúla um helgina

María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon. Það er hátíð hjá …
María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon. Það er hátíð hjá þeim og þeirra fólki um helgina. Simmshátíð og útkoma Veiði 2021 Ljósmynd Stuart Webb

Vorboðarnir eru margvíslegir og ólíkir. Einn þeirra lítur dagsins ljós í Síðumúlanum í Reykjavík um helgina þegar Veiðihornið blæs enn eitt árið til Simmshátíðar. Við þetta tækifæri kemur líka út veiðiblað Veiðihornsins og er það tíunda tölublað. Blað sem margir bíða eftir og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu.

„Já, við erum mjög spent fyrir helginni. Simmshátíðin er orðin fastur liður hjá mörgum af viðskiptavinum okkar og við finnum alltaf eftirvæntinguna sem er í loftinu. Veiðitímabilið að komast á fullt og það er stemning. Á Simmshelgum bjóðum við viðskiptavinum að koma með Simmsvöðlurnar sínar í yfirhalningu. Við förum yfir vöðlur, lekaprófum og gerum við fyrir veiðimenn endurgjaldslaust. Ef vöðlur þarfnast viðgerðar sem við ráðum ekki við eru þær sendar út á viðurkennt Gore-tex-verkstæði Simms í Noregi,“ sagði Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.

Hér að neðan má sjá forvitnilegt myndband um heimsókn sérfræðinga frá Simms vegna vöðluviðgerða, áður en Covid skall á.

Óli segir að þau hafi kappkostað að fá sérfræðinga frá Simms til að mæta í búðina, en vegna covid var það ekki hægt í fyrra og verður ekki hægt nú. Þess í stað sjá sérfræðingarnir í Veiðihorninu um yfirhalninguna og viðgerðir. 

Og hvað þarf veiðifólk að gera?

„Vöðlurnar þurfa að vera hreinar og merktar. Komi til þess að það þurfi að senda þær út til viðgerðar þarf kvittun að fylgja með.

Þetta er þjónusta sem heldur betur hefur fallið í góðan jarðveg hjá viðskiptavinum okkar sem hafa komið með vöðlur í tugatali til yfirhalningar. Simms er eini framleiðandinn í heiminum sem hefur leyfi Gore til þess að framleiða Gore-tex-vöðlur fyrir stangveiðimenn en Gore-tex er yfirburða öndunarfilma.

Hluti af þeim vöðlum sem komu inn til yfirhalningar í …
Hluti af þeim vöðlum sem komu inn til yfirhalningar í fyrra, á síðustu Simmshátíð. Ljósmynd/Veiðihornið

Gæði vörunnar, Gore-tex-filman og eftirþjónusta á borð við þetta setur Simms í algjöra sérstöðu á veiðifatamarkaði, og við erum mjög stolt af þeirri stöðu.“

Blaðið Veiði 2021 er að koma úr prentun?

„Rétt, og um helgina hefjum við dreifingu á nýja Veiðiblaðinu okkar sem nú kemur út í tíunda sinn. Í blaðinu er stór hluti af vöruvali okkar, fróðleikur og ekki síst nú einnig heilræði vel þekktra veiðimanna til nýliða. Blaðið prýðir fjöldi glæsilegra mynda úr íslenskri náttúru. Að þessu sinni er það 108 síður, prentað á vandaðan pappír og dreift í sex þúsund eintökum.“

Gleðilega hátíð til ykkar og gleðilegt sumar.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert