Tilboð í veiðirétt í Grímsá og Tunguá voru opnuð á Lex lögmannsstofu í dag. Fjórir gerðu tilboð í réttinn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Hreggnasi ehf sem er núverandi leigutaki, Freyr Heiðar Guðmundsson fyrir hönd óstofnað félags og loks félagið S8 ehf.
Í krónutölu séð er tilboð Freys hæst en það hljóðaði upp á um fjögur hundruð milljónir króna fyrir leigutímann. Málið er hins vegar mun flókara en svo. Þannig gerðu þrír af tilboðsgjöfum frávikstilboð og voru þau allt upp í fjögur frá einum bjóðanda.
Það er ljóst að nokkurn tíma mun taka að greina tilboðin, þar sem frávikin varða tímalengd samnings, kostnað og breytingar við veiðihúsið og fleira.
Stefnt er að því að halda félagsfund í Veiðifélagi Grímsár og Tunguár fljótlega eftir næstu mánaðamót. Á þeim fundi verður lögð fram tillaga frá stjórn félagsins sem félagsfundur greiðir atkvæði um.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |