Laxinn er mættur (staðfest)

Þetta er skjáskot úr GoPro-vélinni frá þeim Hrafni og Sigþóri. …
Þetta er skjáskot úr GoPro-vélinni frá þeim Hrafni og Sigþóri. Þetta er tekið í Kvíslafossi í morgun og hann er mættur. Gæðin gætu verið meiri en hann er þarna. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Laxinn er mættur á neðsta svæði Laxár í Kjós. Þetta var staðfest í morgun, þegar þeir Hrafn Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson fóru með GoPro-myndavél í Kvíslafoss. Slíkar vélar geta myndað undir vatnsyfirborði og það leyndi sér ekki að sá silfraði er mættur. 

Laxar höfðu sést í gær á Lækjarbreiðunni sem er aðeins neðan við Kvíslafossinn. Það hefur verið mjög algengt síðustu ár að fyrstu fréttir af löxum hafi borist úr Kjósinni og oftar en ekki sem veiði- og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur séð þá fyrstu.

Ekki er langt síðan að Haraldur Eiríksson leigutaki í Kjósinni sagði í viðtali hér á Sporðaköstum að oft mættu þeir fyrstu í kringum 20. maí. Þeir eru þá aðeins fyrr á ferðinni og vonandi veit það á gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert