„Við höfum aldrei fengið jafnmargar vöðlur inn til yfirferðar og lagfæringar, nú um helgina, eða vel á annað hundrað Simms vöðlur. Þær elstu voru yfir tuttugu ára gamlar og margar tíu til fimmtán ára og vel notaðar. Veiðimaðurinn sem kom með þessar ríflega tuttugu ára gömlu vöðlur er þekkt aflakló og stórfiskasegull. Við töluðum um að það væri fróðlegt að hlusta ef þær vöðlur gætu talað. " sagði kampakátur Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu eftir vel heppnaða Simmsdaga um helgina.
Hvað er algengasta vandamálið sem þið sjáið?
„Í langflestum tilfellum stafar lekinn af slysagötum til dæmis eftir flugur en auðvelt er að gera við slík slysagöt. Í þeim tilfellum sem við ráðum ekki við viðgerðir, bjóðum við að senda vöðlur út á viðurkennt Gore-tex verkstæði Simms í Noregi.“
Eitthvað heilræði varðandi vöðlur og umgengni?
„Það er aldrei of brýnt fyrir veiðimönnum að þurrka vöðlurnar sínar eftir notkun, ekki bara að utan heldur líka að innan. Því miður sjáum við of mörg tilfelli þar sem þetta hefur verið trassað en þá vilja límborðar losna upp og í verstu tilfellum geta vöðlur myglað að innan og eru þá ónýtar. En almennt sjáum við að veiðifólk er að ganga vel um búnaðinn, en auðvitað verða slys.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |