Gátu selt Sandá mörgum sinnum

Jón Þór Ólason, formaður stjórnar SVFR, þekkir vel til í …
Jón Þór Ólason, formaður stjórnar SVFR, þekkir vel til í Sandá í Þistilfirði. Hér er hann með tveggja ára lax úr Bjarnadalshyl. Ljósmynd/Aðsend

„Eftirspurn um besta tíma í Sandá var margföld, svo maður kveði ekki fastar að orði. Við höfum aldrei fengið annað eins magn af fyrirspurnum og í Sandá í sumar. Það var líka áberandi að margir gengu í félagið til að eiga möguleika á að sækja um leyfi í ána,“ sagði formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Sporðaköst.

Hann heldur áfram. „Þetta er fyrir okkar félagsmenn. Þetta er ekki að fara til útlendinga eða annarra en okkar félagsmanna. Þetta er stórlaxaáin okkar og hún er fyrir okkar félagsmenn. Þetta er eitthvað sem vantaði í okkar flóru og við stöndum sterkari sem félag með þessa á.“

Jón Þór Ólason segir að viðtökur hafi verið í samræmi við væntingar. „Biðlistar eru langir og því miður er það þannig að færri komast að en vilja. En þar sem áin er í fyrsta skipti á opnum markaði þá er frábært að margir nýir veiðimenn eru að fara að kynnast ánni.“

Frá Sandá í Þistilfirði.
Frá Sandá í Þistilfirði. Hallgrímur H. Gunnarsson

Jón segir að Sandá hafi einfaldlega selst upp í forsölu til félagsmanna.

Margt stendur til í Sandá í sumar. Mikið á að leggja í að laga slóða meðfram ánni og einnig er verið að lagfæra veiðihúsið mikið. Skipta um gólfefni, laga eldhús, ný rúm og húsið verður gert tip top, eins og Jón Þór orðar það. „Húsið var búið að þjóna miklu og góðu hlutverki en nú er það bara komið á tíma og við ætlum að taka á því fyrir sumarið,“ sagði Jón Þór og auðheyrt var á honum að hann var ánægður með hvernig félagsmenn brugðust við þessu nýja vatnasvæði SVFR.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert