Enn óvissa um hver hreppir Ytri-Rangá

Alls bárust tólf tilboð í veiðiréttinn í Ytri-Rangá sem er …
Alls bárust tólf tilboð í veiðiréttinn í Ytri-Rangá sem er eitt stærsta veiðivatn sem er í rekstri á Íslandi. Hér má sjá tilboðsgjafa hlusta á opnun tilboða í febrúar. Ljósmynd/ES

Félagsfundur var haldinn í Veiðifélagi Ytri-Rangár um helgina. Þar var meðal annars rætt um þau tilboð sem bárust í veiðirétt í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár. Ari Árnason framkvæmdastjóri veiðifélagsins vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Sporðaköst ræddu við hann í dag. „Það var ákveðið að fela stjórn veiðifélagsins að semja við traustan og ábyrgan aðila um umboðssölu til allt að fjögurra ára,“ upplýsti Ari. Hann sagði annað ekki að frétta af málinu. Viðbúið er að fundahöld verði þá nokkur á næstunni en Ari sagði engan tímaramma hafa verið settan um málið.

Svæðið var boðið út síðari hluta febrúar og skiluðu níu aðilar inn samtals tólf tilboðum. Hæsta tilboðið í Ytri-Rangá átti Hreggnasi ehf. Tilboðin voru opnuð 20. febrúar og tilkynnti stjórn að sum þeirra væru nokkuð flókin og ætlaði stjórn því að gefa sér nauðsynlegan tíma til að fara yfir þau öll.

Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri-Rangá. Jóhannes verður staðarhaldari …
Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri-Rangá. Jóhannes verður staðarhaldari í sumar, en 2022 taka nýir aðilar við. Ljósmynd/Aðsend

Það var 6. mars sem Sporðaköst greindu frá því að stjórnin hefði ákveðið að ganga til samninga við Iceland Outfitters um að taka ána í umboðssölu. Þetta staðfesti Ari Árnason framkvæmdastjóri og Stefán Sigurðsson eigandi IO.

Það var svo sex dögum síðar, eða þann 12. mars, sem Sporðaköst birtu frétt um að sex af tilboðsgjöfunum í veiðirétt í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár hefðu sent frá sér harðorða yfirlýsingu í garð stjórnar veiðifélagsins og jafnframt var upplýst í yfirlýsingunni að þessir tilboðsgjafar áskilji sér allan rétt að lögum og þar með talið að krefjast bóta í kjölfar ákvörðunar stjórnar Veiðifélagsins.

Nú tekur sem sagt við enn ein umferðin í þessu máli. Um er að ræða að nýr söluaðili eða leigutaki taki við Ytri-Rangá eftir þetta sumar og stefnt er á að gera fjögurra ára samning við nýjan aðila. Jóhannes Hinriksson staðarhaldari mun í sumar stýra svæðinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert