Frétt gærdagsins um stórlaxa í Mörrum í Svíþjóð var varla komin í loftið þegar einn sá stærsti á þessari öld, sem áin hefur gefið, veiddist. Það var veiðimaðurinn Jahn Krohn Dehli sem setti í og landaði svakalegum laxi. Sá mældist 118 sentimetrar og vó 17,68 kíló eða góð 35 pund.
Vorið 2019 veiddist 118 sentimetra lax í þessari miklu stórlaxaá í Svíþjóð. Sá fiskur vó 19,3 kíló eða 38,5 pund. Var sá fiskur talinn einn sá stærsti á þessari öld í Mörrum.
Það er ánægjulegt að sjá að þessir stórfiskar eru ekki að gefa eftir og vonandi veit þetta á gott veiðisumar fyrir stórlaxa á Íslandi. Fiskeshopen í Mörrum sem fylgist með öllu sem gerist í ánni fagnaði þessum afla líka á sinn hátt. „Storlaaaaaaaaax!!“ var fyrirsögnin.
Þegar myndin er skoðuð má sjá ótrúlega flottan og risavaxinn hæng. Silfurbjartur og greinilega nýkominn úr sjó. Þessi stórvaxni hængur tók spún. Það styttist í íslensku ævintýrin.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |