Starir með vesturbakka Sogsins

Hér er flott bleikja sem Atli Bergman veiddi í Bíldsfelli …
Hér er flott bleikja sem Atli Bergman veiddi í Bíldsfelli að vori til fyrir nokkrum árum í Bildsfelli í Soginu. Svæðið er ekki síst rómað fyrir magnaða bleikjuveiði. Mynd: Heiðar Valur Bergman

Veiðifélagið Starir, sem er meðal annars með Víðidalsá, Þverá/Kjarrá og fleiri ár, hefur tekið yfir samning um veiðiréttinn í Bíldsfelli, í Soginu af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Í vetur tóku Starir á leigu  svæðið Alviðru í Soginu, þannig að Starir eru nú komin með á sínar hendur nánast allan vesturbakka Sogsins og hafa því sex stangir til úthlutunar í þessari forfrægu á.

Samningurinn var gerður með samþykki landlandeigenda og því ákvæði að félagsmönnum SVFR munu áfram tryggð sérkjör á veiðileyfum.

Bíldsfell er öflugt silungsveiðisvæði í apríl og maí, en undanfarin ár hefur silungsveiðin ekki verið í boði. Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Stara sagði í samtali við Sporðaköst að opnað yfir á þá veiði á nýjan leik, næsta vor.

Það er ekki langt í að sá silfraði láti sjá …
Það er ekki langt í að sá silfraði láti sjá sig í Soginu. Oft er það á þessum tíma sem fyrstu laxarnir mæta. Morgunblaðið/Einar Falur

Í tilkynningu sem SVFR sendi frá sér vegna samningsins er haft eftir Jóni Þór Ólasyni formanni að áhugi félagsmanna á Bíldsfellinu hafi dregist saman og þeir hafi því verið tilbúnir í viðræður þegar Starir leituðu eftir því að fá svæðið á leigu.

Samningurinn hefur þegar tekið gildi, þannig að veiðileyfi í Bíldsfelli eru nú á höndum Stara.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert