Flottir fiskar í leiðindaveðri

Árni Friðleifsson með glæsilegan urriða úr Lambeyjarstreng.
Árni Friðleifsson með glæsilegan urriða úr Lambeyjarstreng. Ljósmynd/JJÍ

Fyrstu urriðunum var landað í Laxá í Mývatnssveit í morgun. Opnunarhollið fékk á sig hávaðarok, leysingavatn og heilt yfir erfiðar aðstæður. Samt voru menn að gera ágæta veiði. Einn af þeim sem er að opna Mývatnssveitina er Árni Friðleifsson. 

Sporðaköst náðu tali af honum, þar sem hann var ásamt félaga sínum Jóhanni J. Ísleifssyni, í Lambeyjarstreng, Hofsstaðamegin.

Jóhann J. Ísleifsson með einn góðan. Þeir félagar segja fiskinn …
Jóhann J. Ísleifsson með einn góðan. Þeir félagar segja fiskinn vel haldinn og kröftugan. Ljósmynd/ÁF

„Já þetta eru nokkuð krefjandi aðstæður, en við erum búnir fá slatta af fiski og hann er vel haldinn urriðinn. Úbbs," sambandið við Árna rofnaði. Hann hringdi til baka nokkru síðar. "Fyrirgefðu, bara fékk akkúrat töku og var að klára að landa honum," sagði hress og kátur veiðimaður.

Þeir félagar voru að fá þessa fiska á púpur og höfðu víða orðið varir við fisk. 

Fréttin verður uppfærð

Uppfært klukkan 18:20

Glæsilegur 65 sentímetra urriði úr Þuríðarflóa á seinni vaktinni. Veiðimaður …
Glæsilegur 65 sentímetra urriði úr Þuríðarflóa á seinni vaktinni. Veiðimaður er Sigurjón Bjarni Bjarnason. Ljósmynd/HBB

Fyrsta vaktin í Mývatnssveit gaf á bilinu 20 til 25 fiska. Opnunarhollið hefur oft gert betri veiði á fyrstu vakt, en aðstæður eru virkilega krefjandi. Bjarni Júlíusson er með syni sína að veiða Arnarvatnsland, á seinni vaktinni og þegar Sporðaköst heyrðu í þeim feðgum voru þeir búnir að setja í fjóra urriða og landa tveimur. Sigurjón Bjarni Bjarnason setti í 65 sentímetra fisk í Þuríðarflóa og landaði honum með aðstoð bróðurs síns Hafþórs Bjarna. Fiskurinn tók Rektor og var hann tekinn á frekar nettan Rektor.

Aðstæður eru erfiðar, eins og áður hefur verið sagt. Áin lituð og mikill vindur framan af degi. Straumflugur sem hafa verið að virka fyrir þá feðga, eru Black Ghost, Rektor og fleiri klassiskar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert