Þau feðgin Reynir M. Sigmundsson og Helga Dís dóttir hans fóru í Fiskilækjarvatn í Melasveit, skammt frá Akranesi, í gær. Helga Dís landaði tveimur flottum urriðum og einni bleikju. Öðrum viðstöddum gekk ekki eins vel. Pabbi hennar fékk alveg að heyra það og eins undraði hún sig á fluguveiðimanni sem var að veiða í vatninu: „Pabbi, hann kastar og kastar en fær ekki neitt, ekki eins og ég,“ sagði sú stutta og var býsna roggin.
Reynir byrjaði sjálfur sinn feril í einmitt Fiskilækjarvatni og segir að það bregðist sjaldan. Það mátti alveg heyra á pabbanum að honum leiddist ekki að hlusta á athugasemdir Helgu Dísar um að hann og þessi flugukall hefðu ekki veitt neitt, en hún hefði fengið þrjá og sá stærsti var þrjú pund.
„Það var smá gorgeir í henni og ég fékk alveg að heyra að hún hefði veitt mest. Ég hafði virkilega gaman af því, enda átti hún inni fyrir því,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst og hló.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |