Fyrsti laxinn í Borgarfirði kominn á land

Nuno með fyrsta Borgarfjarðarlaxinn í sumar. Sá veiddist í Skugga …
Nuno með fyrsta Borgarfjarðarlaxinn í sumar. Sá veiddist í Skugga og reyndist smálax. Nuno fer í að opna Norðurá í fyrramálið, eftir að hafa opnað Borgarfjörrðinn í dag. Ljósmynd/JÞ

Fyrsti laxinn í Borgarfirði kom á land fyrr í dag. Var þar að verki veitingamaðurinn Nuno Alexandre Bentim Servo, alltaf kallaður Nuno. Hann var að veiða svæðið Skugga sem eru ármót Grímsár og Hvítár í Borgarfirði.

Það vekur sérstaka athygli að fyrsti fiskurinn í vor á Vesturlandi er smálax. „Hann var 64 sentímetrar en mjög þykkur og flottur. Ég fékk fyrst smá tog og þá beið ég nokkra stund og kastaði aftur og þá negldi hann litla kvarttommu Snældu,“ sagði veitingamaðurinn og í skýjunum. 

Einkunnarorð hans í laxveiði eru: Alltaf bestir, aldrei á núlli. Hann sá fleiri laxa í Skugga en þeir félagar náðu ekki öðrum. 

„Ég er að koma í hús í Norðurá. Maður er búinn að opna Borgarfjörðinn og nú er verkefni morgundagsins að opna Norðurá. Þetta eru frábærir dagar,“ sagði Nuno sem er af portúgölsku bergi brotinn.

„Það er saga á bak við þennan fisk. Ég átti kött sem hét Snælda og hann dó í vetur. Ég ákvað í minningu hans að veiða bara á Snældu í þessum veiðitúr og það reyndist svona líka vel,“ sagði Nuno.

Norðurá opnar í fyrramálið og væntanleg eykur koma Nunos eftirvæntingu veiðimanna sem opna Norðurá í fyrramálið. Það er lax mættur í Grímsá og er það með fyrri skipunum. Spennandi verður að sjá hvernig Einari Sigfússyni og hans félögum gengur í fyrramálið.

Leiðrétting

Nuno Alexandre Bentim Servo var sagður af pakistönsku bergi brotinn í upphaflegu fréttinni. Það er rangt. Hans rætur liggja í Portúgal og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þetta hefur verið leiðrétt.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert