„Einar Sigfússon hefur sagt upp samningi sínum við okkur og verður bara fram á haustið. Þar með lýkur hans aðkomu að ánni. Það var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær að leita eftir nýjum aðila til að vinna með okkur á svipuðum nótum og Einar hefur verið að gera,“ sagði Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár í samtali við Sporðaköst í morgun.
Guðrún var viðstödd opnun Norðurár í morgun og var afskaplega ánægð með hvernig veiðin byrjaði.
Samningur Einars við veiðifélagið rennur út í haust, en í samningnum er framlengingarákvæði sem Einar ákvað að notfæra sér ekki. „Ég held að hann sé nú að fara að njóta lífsins meira og sinna áhugamálum,“ hló Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Hún sagði að Veiðifélag Norðurár myndi ekki auglýsa með beinum hætti eftir nýjum samstarfsaðila. „Við munum heyra í aðilum sem eru að sinna verkefnum af svipuðum toga og svo er þetta fljótt að berast út og væntanlega hafa einhverjir samband við okkur. Við ætlum að gefa okkur smá tíma til að finna rétta samstarfsaðila."
Einar Sigfússon hefur annast rekstur og sölu veiðileyfa í Norðurá í átta ár. Ljóst er að landeigendum fellur vel umboðssölu fyrirkomulagið og verður leitað að nýjum „Einari" í sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |