Rólegt í Blöndu og Þverá á fyrstu vakt

Þessir voru kátir í morgun þrátt fyrir rólega fyrstu vakt. …
Þessir voru kátir í morgun þrátt fyrir rólega fyrstu vakt. Frá vinstri. Andrés Eyjólfsson, Ingólfur Ásgeirsson, Aðalsteinn Pétursson og Davíð Másson. Ljósmynd/Starir

Bæði Blanda og Þverá voru opnaðar í morgun. Veiðin fór rólega af stað í báðum ánum. Snemma í morgun var fyrsta laxinum í Þverá landað í Kaðalstaðastreng, sem oft er mjög sterkur í opnun. Þetta var fallegur tveggja ára lax sem gaf góð fyrirheit. Veiðin var hins vegar róleg það sem eftir lifði vaktarinnar. Góðu fréttirnar sem veiðimenn eru alltaf duglegir að þefa uppi er að líflegt var í Brennunni, sem er ósasvæði Þverár. Þar sáu veiðimenn laxa og það er fiskur sem er á leið upp í Þverá.

Það voru spenntir veiðimenn sem hófu veiðar í Blöndu eldsnemma í morgun. Meðal þeirra voru frændurnir Reynir Sigmundsson og Ársæll Þór Bjarnason sem hófu veiðar á Breiðunni að sunnanverðu. Fyrst setti Ársæll í lax og missti hann. Þá var komið að Reyni. Hann setti fljótlega í fisk sem tók kröftuglega á harðastrippi. Hann lak af eftir dágóðan tíma. Reynir setti í annan lax og það var sama sagan. Hann slapp líka. Þrír misstir á fyrstu klukkustundunum.

Engum laxi var landað í Blöndu á fyrstu vaktinni, en vissulega voru þeir mættir. Erik Koberling staðarhaldari vonast eftir að hann mæti í meira magni á allra næstu dögum. „Þetta er fljótt að gerast þegar hann mætir,“ sagði Koberling í samtali við Sporðaköst.

Blanda og Þverá eru þriðja og fjórða af stóru laxveiðiánum sem opnaðar eru. Fyrsta áin var Þjórsá og þar hefur gengið vel frá opnun. Norðurá var opnuð í gær og skilaði opnunardagurinn fjórum löxum og við vitum um tvo í morgun. Áin tók nokkurn lit í gærdag, sem torveldaði veiðiskapinn. Fram undan eru opnanir í nýrri viku. Meðal annars Kjarrá og svo fara þær að opnast ein af annarri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert