Nú þegar fyrstu laxveiðiárnar hafa opnað og fjölmargar opna á næstu dögum, má segja að veiðisumarið sé hafið af fullum krafti. Flestöll silungsvötn eru nú opin og í lok þessa mánaðar verða öll veiðisvæði komin í gang.
„Það er á þessum tímamótum sem við höfum fagnað veiðisumrinu undanfarinn áratug, og miðað við fyrstu helgi í júní til að halda sumarhátíðina okkar. Við fögnum því þá með margvíslegum hætti að veiðisumarið er hafið fyrir alvöru,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu í samtali við Sporðaköst.
Hátíðin hófst í gær og var þátttakan góð. Á þriðja hundrað veiðimanna heimsóttu Veiðihornið og segist Ólafur eiga von á enn fleiri í dag.
„Flestar nýju vörurnar fyrir sumarið eru komnar svo það er rakið tækifæri að kíkja í heimsókn og sjá markverðar nýjungar sumarsins.
Það eru alls kyns tilboð og kaupaukar í gangi alla helgina. Meðal annars ætlum við að gefa Sage-fluguhjól með öllum keyptum Sage-flugustöngum og einnig ætlum við að gefa Rio-flugulínu með öllum keyptum Sage-fluguhjólum. Það er því heldur betur hægt að gíra sig upp fyrir sumarið nú um helgina.
Silli kokkur mætti með matarvagninn í gær og verður aftur hjá okkur á sunnudag. Börkur Smári Kristinsson, viðurkenndur FFI-flugukastkennari, verður með tilsögn og sýnikennslu í fluguköstum. Og svo má ekki gleyma vinsæla happdrættinu þar sem heppnir geta nælt sér í splunkunýja Sage-flugustöng, Simms Gore-tex-vöðlur og fleira. Þá er rétt að minna á að nýja veiðiblaðið okkar Veiði X er komið út. Um leið og við óskum stangveiðimönnum til hamingju með að nýtt veiðisumar er loksins hafið fyrir alvöru bjóðum við alla velkomna í Síðumúla 8 að fagna með okkur,“ sagði Óli og var rokinn að setja nýja línu á hjól fyrir viðskiptavin.
Veiðihornið er samstarfsaðili SporðakastaLengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |