Veiði hófst í Kjarrá í Borgarfirði í morgun. Ingólfur Ásgeirsson, einn af leigutökum, sagði í samtali við Sporðaköst að þrír laxar hefðu komið á land. Miðað við rólegheitin í laxveiðinni í Borgarfirði er þetta opnun eins og búast mátti við. Samtalið var mjög stutt enda fjarskipti á þessum slóðum af skornum skammti. Staðfest er að einn lax kom á morgunvaktinni og tveir eftir hádegi.
Lítið kom af smálaxi í fyrra og þá er það oft ávísun á að ekki verða öflugar göngur af stórlaxi, eða fiski sem búinn er að vera tvö ár í sjó. Smálaxinn aftur á móti er eitt ár í sjó. Tveggja ára fiskurinn er iðulega uppistaðan í vorveiðinni.
Eitthvað hafði sést af laxi að ganga upp Þverá síðustu daga, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar en enginn átti von á stórum tölum í þessari opnun.
Kjarrá er efri hluti Þverár og sama vatnasvið. Veiði í Þverá hefur farið rólega af stað og sama má segja um aðrar ár á vesturhelmingi landsins sem þegar hafa opnað. Þannig er ekki mikið af laxi gengið í Blöndu og veiði með því rólegasta sem menn hafa séð þar á bæ. Norðurá er komin í fimmtán laxa samkvæmt heimildum Sporðakasta.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |