Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun vonast eftir því að laxveiðin í sumar nái meðaltalsveiði. Hann segir laxastofninn á uppleið og fer yfir þær rannsóknir sem liggja til grundvallar þessu í ítarlegum spjallþætti í Sporðaköstum hér á mbl.is.
Um miðbik þáttarins sem er um 27 mínútna langur upplýsir Guðni að Hafrannsóknastofnun hafi veitt hnúðlaxa í flottroll fyrir skemmstu og það sé því ljóst að hann er mættur á Íslandsmið.
Að lokum fer Guðni yfir silungsnetalagnir í Skjálfanda sem nokkur styr hefur staðið um.
Þetta er fyrri hluti samtalsins við Guðna, en á morgun ræðir hann hnignun og allt að því hrun bleikjunnar á Íslandi og á sama tíma uppgang sjóbirtingsins. Þá fer hann einnig yfir þá afleitu stöðu sem upp er komin í Grenlæk sem enn eina ferðina er nú nánast þurr. Hrognagröft og aukinn áhuga á seiðasleppingum í laxveiðiárnar og raunar ýmislegt fleira.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |