Tóti tönn, eða Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og veiðimaður til mjög margra áratuga er að opna Kjarrá í Borgarfirði. Þrír laxar komu á land þar í gær, á opnunardegi og var Tóti með tvo þeirra. Hann er á níræðisaldri en veiðimaðurinn í honum er ekki nema rétt um þrítugt.
Tóti er á stöng með Ingólfi Ásgeirssyni leigutaka í Kjarrá. Ingólfur sagði í samtali við Sporðaköst að 83 sentímetra lax hefði veiðst í Efra - Rauðabergi í gær og svo hefði Tóti fengið 84 sentímetra fisk í Efri - Johnson. „Já og svo sleit karlinn upp einn í Réttarhyl,“ upplýsti Ingólfur.
Það er ágæt staða á vatni í Kjarrá, en þar eins og víðar er útlit fyrir að bíða þurfi eftir smálaxinum þar til fjör fer að færast í hlutina.
Angling.is, vefur Landssambands veiðifélaga birti í morgun fyrstu vikutölur yfir laxveiðina. Þar kemur fram að Urriðafoss í Þjórsá var kominn með 99 laxa í bók og er sá hundraðasti líkalega þegar kominn á land.
Norðurá var með 15 og Blanda þrjá miðað við skráða veiði í gærkvöldi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |