Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sporðakasta er Veiðifélag Grímsár og Tunguár og Hreggnasi ehf á lokametrunum að ganga frá samningi um áframhaldandi leigu Hreggnasa á þessari fallegu laxveiðiá.
Hreggnasi hefur haft ána á leigu frá árinu 2004. Veiðirétturinn sem boðinn var út í síðasta mánuði átti að vera til fimm ára eða til og með 2026.
Sá samningur sem nú er í smíðum nær til lengri tíma en ekki hefur fengist staðfest til hversu langs tíma.
Fjórir aðilar sendu tilboð í veiðiréttinn þegar tilboð voru opnuð um miðjan síðasta mánuð og voru mörg frávikstilboð sem bárust frá bjóðendum. Í framhaldi af útreikningum á tilboðum, ákvað stjórn veiðifélagsins að ganga til samninga við Hreggnasa og eru þær samningaviðræður eins og fyrr segir á lokametrunum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |