Harpa og Stebbi semja um Ytri-Rangá

Stefán Sigurðsson tekur hér glæsilega sjálfu. Í bakgrunni eru Harpa …
Stefán Sigurðsson tekur hér glæsilega sjálfu. Í bakgrunni eru Harpa Hlín frá IO með stjórn og framkvæmdastjóra veiðifélagsins, Frá vinstri; Viðar Steinarsson, Ármann Ólafsson, Guðmundur Einarsson og Ari Árnason framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Gunnar Jóhann Gunnarsson. Ljósmynd/SS

Samningar hafa tekist milli stjórnar veiðifélags Ytri-Rangár og Vesturbakka Hólsár annars vegar og Iceland Outfitters, eða IO, hins vegar, um að annast sölu á veiðileyfum í umboðssölu á vatnasvæðinu. IO er félag sem Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir eiga og reka og annast sölu á veiðileyfum og þjónustu því tengdu.

Samningurinn er til tveggja ára, en eins og Harpa Hlín benti á í samtali við Sporðaköst er þetta ekki í hendi, fyrr en félagsfundur í veiðifélaginu hefur samþykkt samninginn.

Ýmislegt hefur gengið á í útboðsferlinu og bárust mörg tilboð þegar útboði á veiðirétti lauk í febrúar. Þá var Hreggnasi með hæsta tilboð, en á endanum var leitað til IO um að taka ána í umboðssölu. Þetta gagnrýndu aðrir bjóðendur og í framhaldinu samþykkti aðalfundur veiðifélagsins að hafna öllum tilboðum og fela stjórn félagsins að leita að traustum aðila til að annast umboðssölu. Allt útlit er fyrir að sá aðili sé fundinn.

Harpa Hlín sagði að hún ætlaði ekki að vera með neinar yfirlýsingar núna en verkefnið væri mjög spennandi og hún segist sjá mörg tækifæri í samvinnu við veiðifélagið og með sölu á svæðinu. „Við viljum náttúrulega bíða eftir niðurstöðu félagsfundar,“ sagði Harpa í samtali við Sporðaköst í kvöld.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert