Fyrstu laxarnir úr Eystri-Rangá

Jóhannes Sigmarsson með fyrsta lax sumarsins í Eystri. 85 sentimetra …
Jóhannes Sigmarsson með fyrsta lax sumarsins í Eystri. 85 sentimetra hrygna og afar glæsilegur fiskur sem veiddist í Tóftarhyl. Ljósmynd/Unnar Bergþórsson

Töluverðar vonir eru bundnar við það að Eystri-Rangá skili góðum göngum af stórlaxi í sumar. Mikið var af smálaxi í ánni í fyrra og það á að vera ávísun á gott stórlaxaár ári síðar. Sett var í sjö laxa á fyrri vaktinni í dag, opnunardag í Eystri-Rangá. Aðeins tveimur var þó landað.

Fyrsta lax sumarsins í Eystri veiddi Jóhannes Sigmarsson í Tóftarhyl og tók glæsileg 85 sentimetra hrygna Midnight-túbu hjá honum. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir með er þetta afbragðseintak af tveggja ára vorlaxi.

Arnar Bergþórsson með maríulax úr Mjóanesi í Eystri. 83 sentimetrar …
Arnar Bergþórsson með maríulax úr Mjóanesi í Eystri. 83 sentimetrar mældist þessi. Ljósmynd/Unnar Bergþórsson

Nokkru síðar voru þeir bræður Arnar og Unnar Bergþórssynir að kasta grænni Bismó-túbu í Mjóanesi. Hvorugur þeirra hafði áður veitt í Eystri og var því kærkomið þegar hængur negldi túbuna hjá Arnari. Fiskinum var landað og mældist hann 83 sentimetrar. Þetta var maríulax hjá Arnari.

Nokkru síðar settu þeir bræður í annan fisk og misstu hann í löndun og sagði Unnar í samtali við Sporðaköst að sá fiskur hefði verið töluvert stærri. Sennilega nær 90 sentimetrunum.

Seinni vaktin byrjaði rólega og sagði Unnar að þeir væru orðnir verulega veðurbarðir, enda hvasst fyrir austan og lofthiti ekki hár.

Þá er staðfest að fyrsta laxinum í Hólsá, austurbakka, hefur verið landað. Vonandi veit þetta á bjarta tíma á vatnasvæði Eystri-Rangár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert