Miðfjarðará, sem hefur verið eitt sterkasta vígi laxins á Íslandi síðustu ár, gaf átta stórlaxa fyrsta veiðidaginn. Eins og á öðrum veiðislóðum var veðráttan ekki til að hjálpa veiðimönnum. Skítakuldi og rok. Áin köld eftir því.
Engu að síður var átta tveggja ára löxum landað og yljaði það veiðimönnum í slagsmálum við veðurguðina.
Stærsti fiskur dagsins var 85 sentimetrar og voru flestir flestir laxarnir í kringum áttatíu sentimetra, plús mínus.
„Fjórir komu úr Austurárgljúfrum, tveir í Miðfjarðará og tveir í Vesturá,“ upplýsti Rafn Valur Alfreðsson í samtali við Sporðaköst.
„Þetta var ömurlegt veður og Austuráin mjög græn. Það var sól og gargandi rok. Maður stóð ekki niðri á svæði eitt, sem er Miðfjarðaráin sjálf,“ upplýsti Rafn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |