Fyrsti laxinn veiddist í Mýrarkvísl í dag. Falleg 75 sentímetra hrygna veiddist í Nafarhyl, sem er veiðistaður númer 26. Meðal þeirra sem voru við veiðar í dag var leigutakinn Matthías Þór Hákonarson og það var einmitt hann sem landaði fyrsta laxinum.
Þeir félagar urðu varir við lax í veiðistað númer 15. „Kom upp í flugu hjá makkernum en hékk ekki á,“ segir Matthías á facebooksíðu sinni.
Þetta er óvenju snemmt fyrir fyrsta laxinn í Mýrarkvísl enda flokkast hún sem hefðbundin síðsumarsá.
Þá greinir Stangaveiðifélag Reykjavíkur frá því að fyrsti nýgengni sjóbirtingurinn á þessari vertíð hafi veiðst í Varmá hinn 13. júní. Það var Sigurður Þór Einarsson sem landaði honum á Stöðvarbreiðu og mældist hann 75 sentímetrar. Haft er eftir Sigurði að hann hafi verið með hjartað í buxunum, enda með púpu númer 14 og átta punda taum. En þetta hafðist.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |