Fjör á fyrstu vakt í Víðidal

Guðmundur Hannesson með fyrsta laxinn úr Fitjá í morgun, 85 …
Guðmundur Hannesson með fyrsta laxinn úr Fitjá í morgun, 85 sentimetra lax. Þeir félagar voru áður búnir að missa fimm. Ljósmynd/OI

Fjórum löxum var landað á fyrstu vakt í Víðidalsá. Veiði hófst þar í morgun og voru veiðimenn hóflega bjartsýnir sérstaklega í ljósi þess hvernig veiði hefur byrjað um vestanvert landið. Fyrsti laxinn kom á land rúmlega átta í morgun. Hann veiddist í þeim rómaða veiðistað, Dalsárósi. 82 sentimetra hrygna, vel haldin og nýgengin þó að ekki væri lús á henni.

Fannar Jónsson landaði fyrsta laxinum og bætti um betur nokkru síðar og fékk lax á Speglinum sem er veiðistaður ofan við Dalsárós. 

Fannar með fyrsta laxinn úr Víðidalsá. 82ja sentímetra lax sem …
Fannar með fyrsta laxinn úr Víðidalsá. 82ja sentímetra lax sem veiddist í Dalsárósi. Ljósmynd/Aðsend

Líflegt var áfram í Dalsárósi og þar misstust tveir laxar.

Í Fitjá, sem er hliðará Víðidalsár, var búið að sjá nokkuð af laxi, neðarlega og settu veiðimenn þar í sex laxa í morgun en lönduðu aðeins einum. Það var Guðmundur Hannesson sem veiddi fyrsta laxinn í Fitjá á þessu veiðitímabili.

Fjórði laxinn fékkst svo í Símastreng og gáfu því þrjú af fjórum svæðum lax. Veiðimenn sem eru að opna Víðidalsá voru sammála um að ekki sé mikið af fiski gengið en veiðin fór fram úr hófstilltum væntingum sem lagt var upp með í morgun.

Fyrsta vakt í Elliðaánum gaf ekki lax. Þó er vitað að nokkuð langt er síðan fyrstu laxarnir sáust þar og væntanlega gefur hann sig síðdegis í dag.

Laxá í Aðaldal og Vatnsdalur opna síðdegis og munum við flytja fréttir af gangi þar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert