Uppgjör stóra opnunardagsins

Stefán Ákason með fyrsta laxinn úr Laxá í Aðaldal. 84 …
Stefán Ákason með fyrsta laxinn úr Laxá í Aðaldal. 84 sentímetra hrygna. Ljósmynd/Aðsend

Margar af stóru laxveiðiánum voru opnaðar í dag. Gæðum var misskipt, en heilt yfir má segja að áframhald hafi verið á rólegum opnunum. Laxá í Aðaldal var opnuð eftir hádegi. Þar komu tveir laxar á land og var það sami veiðimaður, Stefán Ákason, sem landaði báðum og fengust þeir fyrir neðan Æðarfossa. Annar í Sjávarholu og hinn í Miðfellspolli. Báðir laxarnir voru 84 sentímetra hrygnur.

Stefán var að gera góða hluti í Laxá í Aðaldal. …
Stefán var að gera góða hluti í Laxá í Aðaldal. Aftur 84 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Árni Pétur Hilmarsson, annar umsjónarmaður Laxár í Aðaldal, sagði í samtali við Sporðaköst að fyrir utan þessa tvo sem komu á landhafi stór lax sloppið í Beygjunni og einnig flottur fiskur í Grástraumi sem hafði betur í viðureign við veiðimann.

Víðidalsá fór fram úr væntingum og var fimm löxum landað og varð vart við lax á öllum svæðum. „Ég er mjög sáttur við daginn og sérstaklega var ég ánægður með að sjá hvað neðsta svæðið var líflegt og þar voru menn að setja í laxa og missa og við fengum lúsugan lax í kvöld og það segir mér að það séu fiskar að ganga,“ sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson í samtali við Sporðaköst.

Fyrsti laxinn úr Deildará. Tveir fiskar fengust þar á opnunardegi.
Fyrsti laxinn úr Deildará. Tveir fiskar fengust þar á opnunardegi. Ljósmynd/Aðsend

Vatnsdalsá var opnuð eftir hádegi og sáust laxar á neðri hluta árinnar en engum fiski var landað.

Veiði hófst í Elliðaánum í Reykjavík í dag og fyrri vaktin núllaði. Eftir hádegi kom allavega einn fiskur á land og veiddi Björn H. Björnsson fiskinn en Amare Jón landaði honum. Laxinn var 59 sm og tók svarta Zeldu.

Fyrsti laxinn úr Elliðaánum. Björn veiðimaður og Amare aðstoðarmaður með …
Fyrsti laxinn úr Elliðaánum. Björn veiðimaður og Amare aðstoðarmaður með laxinn. Ljósmynd/Aðsend


 

Deildará á Sléttu var opnuð í dag og þar komu tveir laxar á land. Steingrímur Friðriksson landaði þeim fyrsta og mældist hann 82 sentímetrar og veiddist í Sprekaneshyl. Þá kom smálax úr Holtunum, sem Ilmur María Þórarinsdóttir landaði. Mædlist hann 62 sentímetrar og var maríulax.

Ilmur María Þórarinsdóttir með maríulaxinn sinn úr Deildará. Ilmur er …
Ilmur María Þórarinsdóttir með maríulaxinn sinn úr Deildará. Ilmur er 13 ára og fékk fullt af silungi líka. Ljósmynd/Þórarinn
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert